Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 11:45:32 (3130)

2000-12-11 11:45:32# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[11:45]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Stöðug andstaða meiri hluta Alþingis við ítrekuðum beiðnum stjórnar Ríkisútvarpsins um hækkun afnotagjalda er fyrir löngu farin að hafa þau áhrif að stofnunin á í sífellt meiri erfiðleikum með að standa undir lögbundnu hlutverki sínu. Dregið hefur úr faglegum metnaði við dagskrárgerð vegna fjárskorts og virðist þessi tregða meiri hlutans við að skilja samhengi metnaðarfullrar starfsemi og fjármála stofnunarinnar fullkomlega óskiljanleg.

Hér er lagt til að stofnunin verði efld með 380 millj. kr. framlagi úr ríkissjóði á næsta ári sem gæfi þá stjórnvöldum svigrúm til að undirbúa bráðnauðsynlega afnotagjaldahækkun eða róttæka breytingu á tekjuöflun stofnunarinnar. Ég segi já.