Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:01:18 (3135)

2000-12-11 12:01:18# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:01]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Alþingi hefur samþykkt þáltill. um stefnumótun í málefnum langveikra barna. Hæstv. ráðherrar hafa opinberlega sagt að þeir ætli að tryggja þegar á næsta ári margvíslega þjónustu sem lengi hefur vantað fyrir langveik börn. Það vantar fjármagn til að efna þessi loforð og standa við viljayfirlýsingu Alþingis um aukna þjónustu við langveik börn. Þess vegna er þessi tillaga flutt.