Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:18:40 (3144)

2000-12-11 12:18:40# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, KLM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:18]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Hér eru greidd atkvæði um tillögu um að auka niðurgreiðslu á húshitun um 160 millj. sem er í takt við niðurstöður í byggðaáætlun og niðurstöður og tillögu frá byggðanefnd hæstv. forsrh. sem starfaði í aðdraganda kosninga 1999. Þá sagði hæstv. forsrh. m.a. í umræðum hér í þinginu um þessa tillögu, með leyfi forseta: ,,... mundi ríkisstjórnin afla slíkra heimilda og ábyrgjast pólitískt að slíkar tillögur mættu ná fram að ganga. Þegar hafður er í huga þessi skilningur ríkisstjórnarinnar og jafnframt hinn víðtæki stuðningur sem við nefndarstarfið er í þinginu, þar sem allir þingflokkar tilnefndu í nefnd þessa og innan hennar er góð samstaða, tel ég tryggt að þær viljayfirlýsingar, hugmyndir og tillögur sem þar koma fram hljóti brautargengi innan þeirra tímamarka sem nefndin sjálf setur sér.``

Herra forseti. Ég er hjartanlega sammála hæstv. forsrh. í þessu máli. Hér gefst tækifæri til að efna þetta loforð og því segi ég já.