Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:31:17 (3149)

2000-12-11 12:31:17# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:31]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Þessi liður sem við þingmenn Vinstri hreyfingar -- græns framboðs leggjum til að verði felldur út fjallar um það að gera bráðabirgðasamkomulag við Vesturbyggð um fjárhagslega fyrirgreiðslu í tengslum við fyrirhuguð kaup ríkisins á eignarhluta sveitarfélagsins í Orkubúi Vestfjarða.

Herra forseti. Það er alveg fráleitt að vera að skilyrða fjárhagsaðstoð við sveitarfélög sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum, að skilyrða fjárhagsaðstoðina því að upp í þá fjárhagsaðstoð séu teknar bestu eignir sveitarfélaganna. Það er alveg hróplegt misrétti sem þarna er ætlunin að beita sveitarfélagið í Vesturbyggð. Þess vegna leggjum við til að þetta falli út.