Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:36:11 (3152)

2000-12-11 12:36:11# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:36]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er á ferðinni tillaga um að veita heimild til þess að semja með þátttöku félmrh. við sveitarfélög í fjárhagserfiðleikum um fjárhagslega endurskipulagningu með þátttöku ríkisins.

Herra forseti. Við vitum að það eru mörg sveitarfélög, sérstaklega úti um land, sem eru í miklum greiðsluerfiðleikum og ekki hvað síst sökum erfiðrar skuldastöðu vegna félagslega íbúðakerfisins. Félagslega íbúðakerfið var sameiginlegt átak og hluti af stefnu ríkisins í húsnæðismálum og þó svo að fólksfækkun og tekjumissir hafi nú hrellt þessi sveitarfélög svo alvarlega að þau eru nú í miklum erfiðleikum, þá er það skylda okkar og skylda ríkisvaldsins að koma þarna til og veita aðstoð með eðlilegum hætti. Það er það sem þessi tillaga gerir ráð fyrir og óska ég eftir að hún verði samþykkt.