Vegurinn yfir Möðrudalsöræfi

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 13:56:40 (3169)

2000-12-12 13:56:40# 126. lþ. 46.1 fundur 190#B vegurinn yfir Möðrudalsöræfi# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[13:56]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. að svokölluð Háreksstaðaleið er afskaplega mikilvæg samgöngubót. Þess vegna hlýtur að koma á óvart ef óskir koma fram um það frá þingmönnum Norðausturlandskjördæmis hins nýja að halda skuli áfram að viðhalda gömlu þjóðleiðinni svokölluðu. Ég geri ekki ráð fyrir að hægt verði að gera það á þann hátt að á henni verði sama þjónusta og á þjóðvegi 1, hringveginum, Háreksstaðaleið. Ég held að það sé óhugsandi.

Engu að síður þarf auðvitað að líta til þess að viðhalda þeim leiðum sem nýtast ferðaþjónustunni annan tíma en um háveturinn. Svar mitt er því að að sjálfsögðu munum við fyrst og fremst leggja áherslu á að bæta vegina og bæta þjónustu á þjóðvegi eitt á þessu svæði en að öðru leyti hlýtur niðurstaðan að verða sú að úr þjónustunni dragi á hinni gömlu þjóðleið sem hv. þm. nefndi.