Sýslumannsembættið í Ólafsfirði

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 14:11:11 (3180)

2000-12-12 14:11:11# 126. lþ. 46.1 fundur 192#B sýslumannsembættið í Ólafsfirði# (óundirbúin fsp.), ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[14:11]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Eins og mönnum er kunnugt hefur Ólafsfjörður orðið fyrir áföllum nýlega hvað varðar atvinnulífið. Þess vegna mjög mikilvægt að hæstv. ráðherra gangi röggsamlega til verks hvað þetta mál varðar þannig að allri óvissu sé eytt og ég veit að Ólafsfirðingar eru tilbúnir til að skoða alla möguleika. Mér var ekki kunnugt um þann fund sem var nýlega haldinn en ég vil árétta að ég tel mjög mikilvægt að allri óvissu sé eytt varðandi þetta embætti því að nóg hafa áföllin önnur verið. Síðan vil ég hvetja hæstv. ráðherra --- það hefur ekki gengið vel að koma verkefnum úr hinum háu ráðuneytum út á landsbyggðina. Kannski verður hæstv. dómsmrh. öflugastur þegar upp er staðið með því að byrja á Ólafsfirði hvað þessi mál varðar.