Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 16:33:27 (3213)

2000-12-12 16:33:27# 126. lþ. 46.6 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, GAK
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[16:33]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Ég kom aðallega í ræðustól til þess að lýsa stuðningi mínum við þá brtt. við þetta frv. sem hefur borið á góma og verið rætt. Við þingmenn Frjálslynda flokksins munum styðja málið. Við teljum að sanngirni sé í því að leiðrétta þó þetta sem hér er lagt til. Reyndar hefur verið felld tillaga um að ríkið gefi eftir af tekjuskatti sínum til jafns við það sem lagt var á í útsvarinu og fært yfir til sveitarfélaganna. Sú tillaga var felld af stjórnarliðinu. Ég held að það sé lágmark að reyna að gera það sem hér er lagt til þannig að hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar væri það þá varið að þessu leyti til. Auðvitað hækkar allur persónuafsláttur hjá öllum en það kemur þeim mest til góða sem hafa lægstar tekjur.