Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 18:26:56 (3236)

2000-12-12 18:26:56# 126. lþ. 46.17 fundur 197. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (barnabætur) frv. 166/2000, Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[18:26]

Frsm. efh.- o viðskh. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 493 um frv. til laga um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frv. gerir ráð fyrir að teknar verði upp ótekjutengdar barnabætur fyrir börn yngri en sjö ára. Þannig verður dregið úr tekjutengingu barnabótakerfisins auk þess sem tekjuskerðingarhlutföll verða lækkuð. Næstu þrjú ár munu barnabætur síðan hækka til samræmis við almennar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum. Jafnframt gerir frv. ráð fyrir því að eignaskerðing barnabóta verði afnumin.

Efh.- og viðskn. leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Undir nál. rita hv. þm. Vilhjálmur Egilsson, Einar K. Guðfinnsson, Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason og með fyrirvara hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir, Jóhann Ársælsson og Ögmundur Jónasson.