Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 13. desember 2000, kl. 10:37:04 (3241)

2000-12-13 10:37:04# 126. lþ. 47.1 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 126. lþ.

[10:37]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Framganga ríkisstjórnarinnar í þessu máli hvað varðar endurskipulagningu á tekjustofnum sveitarfélaganna er mjög snautleg. Í fyrsta lagi er sú úrlausn sem sveitarfélögin fá alls ónóg. Í öðru lagi er mjög ámælisvert að ríkisstjórnin skuli ekki lækka tekjuskattsprósentuna á móti þannig að heildarskattbyrði haldist óbreytt. Í þriðja lagi, og það er kannski það lakasta af öllu, er neðan við allar hellur að upphæðum persónufrádráttar, og þar með skattleysismarka, skuli ekki vera breytt þannig að skattbyrði láglaunafólks haldist þá óbreytt þrátt fyrir hærri samanlagða álagningarprósentu tekjuskatts og útsvars.

Þessi brtt. gengur út á að tryggja að lágtekjufólk verði ekki fyrir sérstakri skattahækkun með þessum aðgerðum með því að hækka persónufrádráttinn og ég hvet hv. þm. eindregið til að samþykkja hana. Annars munu á næsta ári bætast við milli 2 og 3 þúsund nýir skattgreiðendur, fólk með milli 60 og 70 þús. kr. tekjur mánuði.