Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 13. desember 2000, kl. 10:39:04 (3242)

2000-12-13 10:39:04# 126. lþ. 47.1 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 126. lþ.

[10:39]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Rétt áðan var verið að fella tillögu frá stjórnarandstöðunni um að skattleysismörk héldu raungildi sínu í samræmi við gildandi kjarasamninga þannig að ekki þyrfti að koma til aukin skattbyrði þótt ríkisstjórnin sé að beita sér fyrir almennri skattahækkun í landinu. Sú tillaga var felld.

Áður hafði verið felld tillaga við 2. umr. um að ríkið drægi samsvarandi úr hlut sínum í staðgreiðslunni sem nemur þeirri hækkun sem verður væntanlega á útsvari í landinu. Báðar þessar tillögur hafa verið felldar. Því lýsum við allri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni um það hvaða áhrif þetta hefur á kjarasamninga en ASÍ hefur haldið því fram að þetta muni grafa undan kjarasamningunum. Hér er þó verið að stíga hænuskref til að milda þá almennu skattahækkun sem ríkisstjórnin beitir sér nú fyrir og við því segi ég já.