Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 13. desember 2000, kl. 10:51:31 (3243)

2000-12-13 10:51:31# 126. lþ. 47.9 fundur 197. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (barnabætur) frv. 166/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 126. lþ.

[10:51]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Það er afar athyglisvert í því góðæri sem við höfum búið við á undanförnum árum að jafnvel þegar þessar auknu bætur verða komnar til framkvæmda á næstu þremur árum þá hafa þær verið skertar svo á umliðnum árum að þær munu ekki einu sinni ná þeim hlut sem þær voru í 1995, þ.e. að þremur árum liðnum þegar þessar barnabætur eru að fullu komnar til framkvæmda. Það þekkist í örfáum ríkjum innan OECD að barnabætur séu tekjutengdar.

Þessi tillaga miðar að því að barnabætur verði greiddar með öllum börnum að 16 ára aldri næstu tvö árin og síðan að 18 ára aldri. Þetta er í samræmi við kosningaloforð framsóknarmanna. Nú fá þeir tækifæri til að standa við kosningaloforð sitt. Ég segi já.