Tryggingagjald

Miðvikudaginn 13. desember 2000, kl. 13:32:37 (3274)

2000-12-13 13:32:37# 126. lþ. 47.23 fundur 350. mál: #A tryggingagjald# (fæðingarorlof) frv. 156/2000, fjmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 126. lþ.

[13:32]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Um leið og ég þakka fyrir að þetta mál skuli tekið fyrir í dag leyfi ég mér að láta þess getið að hér er um að ræða breyting á lögum um tryggingagjald til þess að ganga úr skugga um það að greiðslur úr hinum nýja Fæðingarorlofssjóði, sem tekur til starfa um næstu áramót, verði undanþegnar tryggingagjaldi.

Samkvæmt nýlegum úrskurði ríkisskattstjóra er ljóst að ef ekki kemur til þessarar lagabreytingar munu greiðslur úr orlofssjóðnum ekki falla undir undanþáguákvæði laganna um tryggingagjald. Þegar frá fæðingarorlofslögunum var gengið á síðasta vori var aldrei gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu tryggingagjaldsskyldar. Það er til að taka af öll tvímæli sem þetta frv. er flutt og vænti ég þess að ekki þurfi að verða um þetta mál ágreiningur í Alþingi.

Ég leyfi mér að svo mæltu að leggja til, herra forseti, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. efh.- og viðskn.