Meistararéttindi byggingariðnaðarmanna

Miðvikudaginn 13. desember 2000, kl. 15:23:48 (3301)

2000-12-13 15:23:48# 126. lþ. 48.3 fundur 304. mál: #A meistararéttindi byggingariðnaðarmanna# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., Fyrirspyrjandi ÁRÁ
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 126. lþ.

[15:23]

Fyrirspyrjandi (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Á undanförnum árum og allan þennan áratug hafa farið fram umbætur í löggjöf um skólakerfið sem hefur m.a. leitt til þess að fólk sem hefur áður af einhverjum ástæðum horfið frá námi á nú mun auðveldara en nokkru sinni fyrr að snúa aftur að námi og ljúka því sem fyrirhugað var, ná þeim réttindum sem það hefur stefnt að. Fyrirspurnin sem ég ber fram til hæstv. iðnrh. á þskj. 347 fjallar einmitt um slíka möguleika iðnaðarmanna og eru spurningarnar, sem víkja að meistararéttindum byggingariðnaðarmanna, svohljóðandi:

1. Við hvaða reglur styðjast stjórnvöld um útgáfu meistarabréfa til þeirra byggingariðnaðarmanna sem luku meistaranámi og prófum samkvæmt fyrri ákvæðum laga þar um en hafa ekki fengið meistarabréf?

2. Hvaða leiðir eru þeim nú færar sem hafa lokið námi en ekki prófum undir fyrri ákvæðum nefndra laga til að taka nú próf og öðlast meistaraskírteini?

3. Hvaða leiðir eru þeim nú færar til að ljúka námi og prófum til meistaraskírteinis sem hafa hafið nám undir fyrri ákvæðum nefndra laga en ekki lokið því?