Útflutningsskylda sauðfjárafurða

Miðvikudaginn 13. desember 2000, kl. 15:52:46 (3312)

2000-12-13 15:52:46# 126. lþ. 48.5 fundur 316. mál: #A útflutningsskylda sauðfjárafurða# fsp. (til munnl.) frá landbrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 126. lþ.

[15:52]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Varðandi fyrirspurn hv. þm. Árna R. Árnasonar vil ég aðeins koma inn á nokkur atriði.

Sauðfjárbændur hafa gengið í gegnum miklar hremmingar undanfarin ár og ég óska þess að þegar þessi búvörusamningur er búinn að gera sitt gagn megi menn kaupa og selja fullvirðisrétt í frjálsræði sín á milli. Ég held að það sé mjög mikilvægt. En sem betur fer er núna aukin sala bæði innan lands og erlendis. Þess má geta að Sláturfélag Suðurlands er að kanna möguleika á því að koma á kjötvinnslu í Danmörku því að háir tollar hafa komið í veg fyrir að þeir gætu flutt út og telja þeir að miklu hagkvæmara sé að vinna úr kjötinu erlendis. Þá missum við reyndar þá vinnu héðan að heiman. En ég held að í rauninni sé mikil framtíð fyrir íslenskan landbúnað vegna hreinnar og góðrar vöru.