Nýting sláturúrgangs í dýrafóður

Miðvikudaginn 13. desember 2000, kl. 16:06:30 (3317)

2000-12-13 16:06:30# 126. lþ. 48.6 fundur 321. mál: #A nýting sláturúrgangs í dýrafóður# fsp. (til munnl.) frá landbrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 126. lþ.

[16:06]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Árið 1968 var bannað að flytja kjötmjöl til Íslands og Íslendingar voru þá, eða yfirdýralæknir, mjög langt á undan sinni samtíð má segja. Baráttan við riðuna á Íslandi hefur vakið heimsathygli. Aðgerðir þar að lútandi voru mjög umdeildar en eru það ekki lengur.

Kjötmjölið sem framleitt er núna í kjötmjölsverksmiðjunni á Suðurlandi er allt selt til Danmerkur í gæludýrafóður en fitan fer eitthvað lítils háttar í svínafóður. Það sem fer í kjötmjölsverksmiðjuna kemur frá alveg hreinu svæði, riðu\-fríu svæði, og sláturúrgangurinn er allur heilbrigðisskoðaður. Þetta er í rauninni mjög umhverfisbætandi sem verið er að gera þarna. En ég tek undir með hv. þm. hvað varðar innfluttar vörur.