Málefni aldraðra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 11:59:14 (3350)

2000-12-14 11:59:14# 126. lþ. 49.8 fundur 317. mál: #A málefni aldraðra# (Framkvæmdasjóður aldraðra) frv. 172/2000, Frsm. meiri hluta JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[11:59]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið að ræða um þennan nefskatt og getið um álit minni hluta heilbr.- og trn., nál. og síðan brtt. sem minni hluti hv. heilbr.- og trn. hefur lagt fram. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvert brtt. á að ganga vegna þess að í umræðu um kjör öryrkja heyrist mér öðrum þræði verið að tala um öryrkja sem njóta fullrar tekjutryggingar og talað um hvaða tekjur þeir hafi á mánuði en vek athygli á því að í tillögugreininni og í niðurlagi nál., þar sem fjallað er um þetta, er alltaf sagt örorkulífeyrisþegar en segir hvergi örorkulífeyrisþegar með fullri tekjutryggingu. (Gripið fram í.) Já, ég vildi því gjarnan fá fram út á hvað tillagan í rauninni gengur. Mér var það óskiljanlegt. En ég vek athygli á því að bæði í nál. og brtt. er talað um örorkulífeyrisþega, óskilgreint. Ég vil þá vekja athygli á því í leiðinni að kjör þeirra hljóta að vera óskaplega mismunandi og ekki endilega þau sem hv. þm. var að fjalla um.