Málefni aldraðra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 12:09:09 (3356)

2000-12-14 12:09:09# 126. lþ. 49.8 fundur 317. mál: #A málefni aldraðra# (Framkvæmdasjóður aldraðra) frv. 172/2000, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[12:09]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bætur hækka um 4% frá og með áramótum. En hvað varðar aðra þætti, sem munu breytast á árinu, er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum og það var heldur ekki gert ráð fyrir í fjárlögum þeim miklu breytingum sem urðu síðan um mitt þetta ár sem nú er að líða. Ég minni á 800 millj. sem settar voru sérstaklega í það um mitt ár án þess að gert væri ráð fyrir því í fjárlögum. Það er erfitt að setja eina tölu í fjárlög þegar tillögurnar liggja ekki fullkomlega fyrir.