Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 13:49:53 (3374)

2000-12-14 13:49:53# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, Frsm. meiri hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[13:49]

Frsm. meiri hluta landbn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Eins og hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson sagði eru góð og gild rök fyrir því að endurskoða þetta atriði og hafa einangrunarstöð fyrir gæludýr nær alþjóðaflugvellinum á Reykjanesi.

Hitt er annað mál að alvarleg vandkvæði hafa verið vegna þess að stöðin í Hrísey hefur verið of lítil. Það hefur verið löng bið eftir því að koma þar að gæludýrum. Það er óþægilegt og óheppilegt. Þess vegna var hún stækkuð. Eins og ég sagði í upphafi er það ný hugmynd að breyta þessu.

Talandi um að þetta sé ekki nútímalegt þá bendi ég á að hæstv. landbrh. er nútímamaður. Hann kemur til með að skoða þetta rækilega. Ég trúi ekki öðru en hann taki vel þeim ábendingum og áskorunum sem hann fær um að veita heimild fyrir nýja stöð.