Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 14:19:13 (3382)

2000-12-14 14:19:13# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[14:19]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem ég var í rauninni að segja hv. þm., ég held í þriðja eða fjórða sinn, var hvað frv. þýðir. Það þýðir að það er möguleiki á nýrri opnun en yfir það mun sá sem hér stendur og meðan hann starfar sem landbrh. fara af mjög mikilli gætni með vísindamönnum. Þess vegna ætla ég ekkert að fullyrða um hvort ég stígi þar ný skref. Það kann vel að vera. Tíminn einn leiðir það í ljós.