Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 14:21:10 (3384)

2000-12-14 14:21:10# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[14:21]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta var skrýtin ræða hjá hæstv. landbrh. og skrýtnar voru margar fyrri. Hér hafa menn fagnað þeim nýju möguleikum sem felast í þessu frv. Hæstv. ráðherra hefur tiplað í kringum kjarna málsins og gefið í skyn eitt og gefið til kynna annað en við skulum hins vegar líta til reynslu mála.

Í ráðuneyti hæstv. ráðherra liggur fyrir umsókn um opnun slíkra gæludýrastöðva. Raunar er það svo að þeirri umsókn hefur verið hafnað og umsækjendur hafa þegar vísað erindi sínu til umboðsmanns Alþingis. Ég spyr þráðbeint: Ætlar hæstv. ráðherra á morgun eða hinn daginn eftir að þetta frv. hefur verið samþykkt að endurskoða fyrri ákvörðun sína og veita það leyfi sem um hefur verið sótt?