Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 14:23:56 (3387)

2000-12-14 14:23:56# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[14:23]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú þykir mér Hafnarfjarðarskýrleikinn kominn út í móa og brást þar vinur minn, hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson. Hefur hann trúlega seint farið á fætur í morgun og er vart vaknaður fyrst hann skilur ekki það sem ég hef sagt úr ræðustól Alþingis. Það er alveg ljóst að ég hef sagt að hér eru opnaðar leiðir en málið er mjög vandmeðfarið og verður farið yfir það sem slíkt. Málið er opið að því leyti en það verður á herðum og á hendi landbrh. að veita slík leyfi. Hér er ekki um stóran bisness að ræða, u.þ.b. 100 dýr á ári eins og ég hef rakið. Það kann vel að vera að ef þeir einstaklingar sem sækjast eftir þessum verkefnum fengju leyfið, treysti þeir sér ekki að byggja upp þær öruggu stöðvar sem þarf að byggja upp til að halda utan um þessi dýr meðan þau eru í gæslunni.