Útlendingar

Föstudaginn 15. desember 2000, kl. 12:48:08 (3440)

2000-12-15 12:48:08# 126. lþ. 50.11 fundur 344. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 126. lþ.

[12:48]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Sú tilraun sem þar var gerð að ætlast til þess að þeir sem starfa eftir lögum, sem nú eru í gildi, um eftirlit með útlendingum, er að þeir komi til með að vinna eftir efni þessa samnings. Sennilega er einsdæmi að reynt sé að færa í lög efnisreglur viðkomandi samnings án þess að við séum aðilar að þeim samningi. Það var þess vegna sem ég orðaði það þannig að við hefðum verið að lögfesta hann bakdyramegin.

Virðulegi forseti. Ég sé ekki að hv. þm. þurfi að koma sí og æ upp að leiðrétta einhverja hluti þegar liggur alveg ljóst fyrir að með þessum hætti átti að færa í lög að tilteknir opinberir starfsmenn skyldu vinna eftir reglum samnings sem við erum ekki aðili að. Þetta er algerlega einsdæmi, virðulegi forseti.