Innflutningur dýra

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 10:22:12 (3467)

2000-12-16 10:22:12# 126. lþ. 51.3 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 126. lþ.

[10:22]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sé það í lögunum að umhvrh. fer með vernd villtra dýra. Engu að síður þá átta ég mig ekki á í hverju munurinn liggur. Hér talað um innflutning mjög skýrt í 41. gr., innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera. Hvort sem þessi ræktun tekur 25 ár eða styttri tíma þá átta ég mig ekki á því hvar mörkin liggja. Ég spyr einfaldlega hæstv. ráðherra hvar mörkin eru. Hvenær er dýrategund framandi og hvenær ekki? Hvenær fellur hún undir lög um náttúruvernd og hvenær fellur hún undir lög um innflutning dýra, þ.e. undir landbrn.? Í hvaða tilvikum kemur hæstv. umhvrh. að leyfisveitingu fyrir innflutningi og, eins og segir mjög skýrt í lögunum, ræktun eða dreifingu nýrra tegunda lifandi lífvera?

Í mínum huga er verið að flytja inn norska fósturvísa til að rækta nýja tegund lifandi lífvera á Íslandi. Ég á erfitt með að greina mörkin þarna á milli. Eru þau alveg skýr á milli ráðuneyta og er gengið frá því í sérstökum reglugerðum, hvar þessi mörk liggja?