Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 11:16:59 (3476)

2000-12-16 11:16:59# 126. lþ. 51.2 fundur 310. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001# (breyting ýmissa laga) frv. 174/2000, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 126. lþ.

[11:16]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við göngum nú til atkvæða um frv. sem fjallar um grundvallaratriði. Það er vissulega ámælisvert að skerða framlög til sjóðs sem standa á straum af kostnaði við endurbætur á húsakosti menningarstofnana. Miklu alvarlegra er hitt að framvegis munu tekjur af erfðafjárskatti og erfðafé ekki renna í Framkvæmdasjóð fatlaðra og verður hann lagður af. Samtök fatlaðra, Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands hafa lýst miklum efasemdum um þetta frv. og lagst gegn því, enda er vandséð hvernig tryggja eigi fjármagn til margvíslegrar starfsemi fyrir fatlaða sem fram til þessa hefur verið fjármögnuð úr þessum sjóði. Öll þessi mál eru skilin eftir í mjög mikilli óvissu og við munum greiða atkvæði gegn þessu frv. og vörum mjög eindregið við samþykkt þess.