Tekjuskattur og eignarskattur

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 17:58:27 (3525)

2000-12-16 17:58:27# 126. lþ. 52.7 fundur 264. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (söluhagnaður hlutabréfa o.fl.) frv. 149/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 126. lþ.

[17:58]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þetta frv. er um margt til mjög mikilla bóta. Hér er verið að þrengja heimildir til að fresta skattlagningu á söluhagnaði. Við hefðum viljað að frv. væri víðtækara, tæki ekki aðeins til einstaklinga heldur lögaðila einnig, þ.e. fyrirtækja. Síðan er mjög undarlegt að ríkisstjórnin og meiri hlutinn vilji hygla sérstaklega stærstu fjármagnseigendunum því að þeir eiga aðeins að greiða 10% af tekjum sínum í skatt en launafólki er gert að greiða tæp 40%. Þetta er mismunun sem á engan rétt á sér. En þegar á heildina er litið er frv. til bóta. Staðreyndin er sú að það hefur komið fram að á síðustu tveimur árum hafa einstaklingar, rúmlega 600 einstaklingar, frestað skattlagningu á um 20 milljörðum kr. Þetta eru rúmlega 600 einstaklingar. Frv. er til bóta en hefði þurft að vera víðtækara.