Tekjuskattur og eignarskattur

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 17:59:44 (3526)

2000-12-16 17:59:44# 126. lþ. 52.7 fundur 264. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (söluhagnaður hlutabréfa o.fl.) frv. 149/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 126. lþ.

[17:59]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Það er vissulega jákvætt í þessu frv. að verið er að afnema þá heimild sem hefur gilt um frestun á skattlagningu á söluhagnaði hjá einstaklingum. En við mótmælum því að á sama tíma er ríkisstjórnin að lækka skatta á söluhagnaði hjá örfáum forríkum einstaklingum sem á síðustu tveimur árum voru 636 og fengu frestað um 20 milljörðum sem þýddi í skattatap fyrir ríki og sveitarfélög allt að 8,5 milljarða. Hjá þessum forríku einstaklingum ætlar ríkisstjórnin að lækka skattana á meðan hún beitir sér fyrir almennri skattahækkun á almenning í landinu. Þessu mótmælum við og líka því sem ríkisstjórnin er að gera með brtt., sem við greiðum atkvæði um hér á eftir, um að framlengja gildistökuna á þessu um eitt ár.