Tekjuskattur og eignarskattur

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 18:10:46 (3531)

2000-12-16 18:10:46# 126. lþ. 52.7 fundur 264. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (söluhagnaður hlutabréfa o.fl.) frv. 149/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 126. lþ.

[18:10]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þegar launafólk er látið greiða skatta greiðir það skatta af þeim tekjum sem það aflar sér á þessu ári. En hvað á að gera við hátekjufólkið? Hvað á að gera við fjármagnseigendurna? Hvað á að gera við þá sem braska með kvóta og hafa verið að selja hlut sinn í fyrirtækjum, ekki bara fyrir nokkur hundruð milljóna heldur fyrir þúsundir milljóna? Nei, það á að gefa þessu fólki heimild til að komast hjá því að greiða skatta á þessu ári. Um það fjallar lagagreinin. Mér finnst hún vera fullkomið hneyksli. En hún er í anda við þau vinnubrögð og þá hagsmuni sem ríkisstjórnin hefur varið og ætlar greinilega að gera enn um sinn.