Tollalög

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 18:15:12 (3533)

2000-12-16 18:15:12# 126. lþ. 52.8 fundur 333. mál: #A tollalög# (ríkistollstjóri) frv. 155/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 126. lþ.

[18:15]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Fáeinum dögum fyrir þinglok kom fram frv. á Alþingi frá ríkisstjórninni um að embætti ríkistollstjóra skuli lagt niður og starfsemin sameinuð tollstjóraembættinu í Reykjavík. Færð eru fyrir þessu rekstrarleg rök. Það er sagt að þetta sé til hagsbóta. Það kann vel að vera. En hér er um að ræða verulegar breytingar á stjórnsýslunni. Alþingi hefur ekki gefist tóm til að ræða kosti og galla þessara lagabreytinga. Við höfum fengið umsagnir frá stéttarfélögum og ýmsum aðilum sem þessi mál þekkja þar sem kvartað er yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum. Við getum ekki boðið Alþingi eða þjóðinni að vinna með þessum hætti. Hér er ófaglega að verki staðið. Þetta eru óvönduð vinnubrögð og Alþingi ekki sæmandi.

Ég leyfi mér þess vegna að bera fram tillögu um að þessu máli verði vísað frá og tekið til endurskoðunar.