Tekjuskattur og eignarskattur

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 18:23:30 (3536)

2000-12-16 18:23:30# 126. lþ. 53.3 fundur 264. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (söluhagnaður hlutabréfa o.fl.) frv. 149/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 126. lþ.

[18:23]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þrátt fyrir harða gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta frv. og enda þótt ríkisstjórnin sé staðráðin í að hygla fjármagnseigendum og hátekjufólki, er engu að síður á ýmsan hátt verið að stíga skref fram á við vegna þess að verið er að þrengja ákvæði til frestunar á skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum þannig að frv. er til góðs þrátt fyrir að það sé meingallað og hefði þurft að sníða af þá galla til þess að við gætum stutt það af heilum huga. Engu að síður er verið að stíga spor fram á við og við styðjum að sjálfsögðu það framfaraspor þótt smátt sé.