Tekjuskattur og eignarskattur

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 18:24:30 (3537)

2000-12-16 18:24:30# 126. lþ. 53.3 fundur 264. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (söluhagnaður hlutabréfa o.fl.) frv. 149/2000, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 126. lþ.

[18:24]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Þetta frv. tekur á ýmsum málum og eru þau flest til góðs. Sérstaklega hygg ég að áhugavert væri að sjá hvaða afleiðingar þær breytingar sem verið er að gera á skattfrestun á söluhagnaði einstaklinga á hlutabréfum munu hafa í för með sér. Enn fremur er verið að gera ýmsar umbætur á tæknilegum atriðum sem hafa beðið lengi og þær eru flestar skattgreiðendum mjög í hag. Þess vegna er þetta hið besta mál. Ég fagna því hve mikill stuðningur er við þetta mál í þinginu og styð það að sjálfsögðu líka.