Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 43  —  43. mál.
Fyrirspurntil landbúnaðarráðherra um slátrun og vinnslu landbúnaðarafurða.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.     1.      Hversu mörg fyrirtæki starfa nú við slátrun og úrvinnslu á landbúnaðarafurðum, þ.e. starfa í slátrun, kjötvinnslu og mjólkuriðnaði?
     2.      Hvernig skiptist landsframleiðsla landbúnaðarafurða á þau fyrirtæki sem nú starfa? Óskað er eftir sundurliðun á kjötmagni eftir flokkum hjá hverju fyrirtæki fyrir sig, þ.e. kindakjöt (dilkakjöt), nautgripakjöt, svínakjöt, hrossakjöt og alifuglar, bæði í kílóum talið og hlutfallslega.
     3.      Hvernig skiptist kjötframleiðsla og mjólkurframleiðsla eftir núverandi kjördæmum, sundurliðað eftir áðurnefndum kjötflokkum í kíló og mjólk í lítrum?
     4.      Hversu mikið hefur sláturhúsum í rekstri fækkað á tímabilinu 1990–2000, sundurliðað eftir árum?
     5.      Hversu mikið hefur mjólkurbúum í rekstri fækkað á tímabilinu 1990–2000, sundurliðað eftir árum?
     6.      Hversu mörgum dilkum er slátrað án þess að um beingreiðslur sé að ræða, sundurliðað eftir kjördæmum, miðað við þá kjördæmaskipan sem í gildi var fram í maí á þessu ári?


Skriflegt svar óskast.