Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 169  —  167. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um hagræðingu í viðskiptabönkunum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hverju hefur fækkun viðskiptabanka frá 1990 skilað í minni vaxtamun og þjónustugjöldum, sundurliðað eftir bönkum? Óskað er að fram komi einnig hvernig vaxtakjör til einstaklinga hafi þróast á tímabilinu eftir áhættumati sem bankarnir fylgja.
     2.      Hvernig hafa vaxtamunur og þjónustugjöld þróast sem hlutfall af efnahagsreikningi árlega frá 1995 í Íslandsbanka, Búnaðarbanka, Landsbanka og hjá sparisjóðunum?
     3.      Hvað hefur fólki í hefðbundnum bankastörfum fækkað mikið árlega frá 1990, sundurliðað eftir kynjum?
     4.      Hafa stærri einingar í bankakerfinu annars staðar á Norðurlöndunum skilað sér í hagstæðari lánskjörum til viðskiptabanka og hefur sameining banka þar leitt til lægri útlánavaxta og þjónustugjalda til neytenda?


Skriflegt svar óskast.