Ferill 108. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 189  —  108. mál.
Svarfjármálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Fjeldsted um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði.

     1.      Hve mikill virðisaukaskattur var endurgreiddur árlega af vinnu manna við íbúðarhúsnæði á árunum 1990–99? Óskað er eftir að svarið taki mið af breytingum sem gerðar voru á reglum um endurgreiðslu virðisaukaskatts árin 1996 og 1997, þ.e. að 60% eru nú endurgreidd í stað 100% áður.
    Á meðfylgjandi yfirliti er endurgreiðslum á virðisaukaskatti vegna vinnu við íbúðarhúsnæði og fjölda afgreiddra endurgreiðslubeiðna skipt í eftirtalda þrjá þætti:
     RSK 10.18 E, sem tekur til endurgreiðslna vegna endurbóta og viðhalds íbúðarhúsnæðis.
     RSK 10.18 N, sem tekur til endurgreiðslna vegna nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til eigin
nota húsbyggjanda.
     RSK 10.17, sem tekur til endurgreiðslna vegna nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu.
     Endurgreiddur virðisaukaskattur af vinnu manna við íbúðarhúsnæði árin 1990–99:
    Í eftirfarandi töflu kemur fram hve mikill virðisaukaskattur var endurgreiddur árlega af vinnu manna við íbúðarhúsnæði á árunum 1990–99. Allar tölur eru í krónum.Ár
RSK 10.18 E
endurbætur
viðhald
RSK 10.18 N
nýbyggingar
til eigin nota
RSK 10.17
nýbyggingar
til sölu / leigu


Samtals
1990 175.629.862 180.018.611 765.796.251 1.121.444.724
1991 235.187.977 229.368.654 766.848.008 1.231.404.639
1992 268.738.142 255.585.192 673.229.277 1.197.552.611
1993 263.276.320 169.327.516 622.093.082 1.054.696.918
1994 291.880.503 138.627.516 610.262.846 1.040.770.865
1995 293.661.442 131.345.135 612.795.073 1.037.801.650
1996 443.401.595 116.829.462 500.052.248 1.060.283.305
1997 169.214.699 57.059.619 375.139.315 601.413.633
1998 177.102.133 69.489.497 451.677.214 698.268.844
1999 181.292.262 75.813.608 493.388.691 750.494.561
Alls 2.499.384.935 1.423.464.810 5.871.282.005 9.794.131.750

    Greining fjárhæða og fjölda beiðna niður á ár ræðst af því hvenær krafa stofnaðist til endurgreiðslu, þ.e. hvenær verk var unnið, en ekki af því hvenær endurgreiðslubeiðni var afgreidd og endurgreiðsla fór fram.
    Síðbúin endurgreiðslubeiðni er afgreidd með beiðnum fyrir það tímabil sem er til meðferðar þegar hin síðbúna beiðni kemur fram. Þær upplýsingar um fjárhæðir endurgreiðslna og fjölda þeirra, sem fram koma í töflunni, eru því ekki endanlegar þar sem enn geta komið fram endurgreiðslubeiðnir vegna framkvæmda á umræddum árum.     Á árinu 1996 var sú breyting gerð á endurgreiðslureglum að í stað þess að allur virðisaukaskatturinn væri endurgreiddur urðu aðeins 60% hans endurgreiðslukræf. Að því er endurgreiðslur vegna nýbygginga varðar tók breytingin gildi frá og með endurgreiðslutímabilinu júlí–ágúst 1996, en frá og með endurgreiðslutímabilinu janúar–febrúar 1997 að því er varðar endurbætur og viðhald. Til frekari glöggvunar á áhrifum breytinganna eru á meðfylgjandi yfirliti endurgreiðslufjárhæðir vegna áranna 1996 og 1997 sundurliðaðar á endurgreiðslutímabil.

Endurgreiðslur sundurliðaðar á uppgjörstímabil:


Ár 1996 RSK 10.18 E RSK 10.18 N RSK 10.17 Samtals
jan-feb 33.263.906 17.012.743 87.249.827 137.526.476
mar-apr 31.227.956 22.034.515 88.834.756 142.097.227
maí-jún 57.364.319 47.080.229 160.721.142 265.165.690
júl-ágú* 165.794.829 6.202.049 45.867.552 217.864.430
sep-okt 76.895.065 7.986.046 57.015.113 141.896.224
nóv-des 78.855.520 16.513.880 60.363.858 155.733.258
* Endurgr. af nýbyggingum lækkuð í 60%.

Ár 1997 RSK 10.18 E RSK 10.18 N RSK 10.17 Samtals
jan-feb* 9.685.161 5.398.624 48.401.961 63.485.746
mar-apr 12.830.503 5.924.746 48.899.359 67.654.608
maí-jún 22.596.933 5.752.750 60.970.850 89.320.533
júl-ágú 36.081.691 7.397.293 61.113.791 104.592.775
sep-okt 43.513.929 11.613.478 74.701.962 129.829.369
nóv-des 44.506.482 20.972.728 81.051.392 146.530.602
* Endurgr. af endurbótum lækkuð í 60%.

     2.      Hve margar endurgreiðslubeiðnir bárust á árunum 1990–99?
    Í eftirfarandi töflu kemur fram hve margar endurgreiðslubeiðnir bárust á árunum 1990–99.

Samtals skráðar endurgreiðslubeiðnir:
Ár
RSK 10.18 E
endurbætur
viðhald
RSK 10.18 N
nýbyggingar
til eigin nota
RSK 10.17
nýbyggingar
til sölu / leigu


Samtals
1990 3.612 1.934 1.256 6.802
1991 5.463 2.136 1.307 8.906
1992 6.023 1.785 1.241 9.049
1993 6.847 1.410 1.130 9.387
1994 8.321 1.289 1.169 10.779
1995 8.503 1.324 1.239 11.066
1996 9.430 1.340 1.313 12.083
1997 6.142 758 1.220 8.120
1998 5.942 740 1.359 8.041
1999 4.372 818 1.429 6.619
Alls 64.655 13.534 12.663 90.852

     3.      Hve háar fjárhæðir fengu einstaklingar lánaðar í húsbréfakerfinu til nýbygginga og endurbóta á árunum 1990–99?
    Lán til nýbygginga er skipt í tvo hluta; annars vegar lán sem veitt eru beint til einstaklinga og hins vegar lán sem upphaflega eru veitt framkvæmdaaðilum (byggingafyrirtækjum) sem svo einstaklingar yfirtaka við sölu til þeirra.

Ár Lánaflokkar Einstaklingar Framkvæmdaaðilar Samtals
1990 Nýbyggingar 65.528.664 10.000.000 75.528.664
1991 Nýbyggingar 2.823.377.071 181.158.804 3.004.535.875
1992 Nýbyggingar 2.957.994.495 374.550.542 3.332.545.037
1992 Viðb./Endurb. 91.164.083 91.164.083
1993 Nýbyggingar 2.475.528.655 740.024.657 3.215.553.312
1993 Viðb./Endurb. 283.439.164 283.439.164
1994 Nýbyggingar 3.352.290.075 969.794.478 4.322.084.553
1994 Viðb./Endurb. 329.473.638 329.473.638
1995 Nýbyggingar 2.973.174.890 1.089.811.224 4.062.986.114
1995 Viðb./Endurb. 234.160.971 234.160.971
1996 Nýbyggingar 3.168.503.786 1.137.400.191 4.305.903.977
1996 Viðb./Endurb. 248.941.194 248.941.194
1997 Nýbyggingar 3.870.640.639 1.217.084.307 5.087.724.946
1997 Viðb./Endurb. 312.542.712 312.542.712
1998 Nýbyggingar 4.836.419.862 1.064.577.789 5.900.997.651
1998 Viðb./Endurb. 363.815.828 363.815.828
1999 Nýbyggingar 6.205.850.736 1.113.372.460 7.319.223.196
1999 Viðb./Endurb. 437.660.640 437.660.640
Samtals frá 1990–99 35.030.507.105 7.897.774.452 42.928.281.557

(Viðb./Endurb. = Viðbyggingar og endurbætur.)
Upphæðir eru í krónum. Listinn greinir raunverulegar lánveitingar eins og þær voru á hverjum tíma og má því segja að upphæðir séu tilgreindar á því verðlagi sem þá gilti.