Ferill 231. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 248  —  231. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um samninga um gagnkvæmt afnám vegabréfsáritana við Evrópuríki utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.



     1.      Er í undirbúningi í utanríkisráðuneytinu að gera samninga um gagnkvæmt afnám vegabréfsáritana, miðað við 2–3 mánaða dvöl, við eitthvert þeirra fjórtán ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins sem slíkir samningar hafa ekki verið gerðir við, þ.e. Albaníu, Armeníu, Aserbaídsjan, Bosníu og Hersegóvínu, Búlgaríu, Georgíu, Hvíta-Rússland, Króatíu, Makedóníu, Moldóvu, Rúmeníu, Rússland, Serbíu og Svartfjallaland og Úkraínu?
     2.      Ef svo er ekki, hver er ástæða þess?
     3.      Telja íslensk stjórnvöld mikilvægt að ná samningum við eitthvert þessara ríkja um gagnkvæmt afnám vegabréfsáritana?
     4.      Hafa ríkin á Balkanskaga einhverja sérstöðu í þessu sambandi?


Skriflegt svar óskast.