Ferill 353. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 520  —  353. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um öryrkja og örorkubætur.

    Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.

     1.      Hversu margir öryrkjar eru bundnir hjólastólum?
     2.      Hvað voru margir hjólastólaöryrkjar án örorkubóta um sl. áramót?
     3.      Er kunnugt um hve margir þeirra sem misst hafa útlim eða útlimi voru án örorkubóta á sama tíma?
     4.      Hvað voru margir 75% öryrkjar án örorkubóta á sama tíma?
     5.      Hve margir 65% öryrkja voru þá á bótum?
     6.      Er meira farið eftir tekjum en hreyfigetu við úthlutun bifreiðastyrkja til öryrkja og hvert er eftirlitið með störfum úthlutunarnefndarinnar?


Skriflegt svar óskast.