Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 541  —  142. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Hólmfríðar Sveinsdóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur um hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum á vegum ríkisins.

     1.      Hvernig er kynjahlutfallið í nefndum og ráðum sem nú starfa á vegum ríkisins?
    Af þeim 4.087 einstaklingum sem sitja eða setið hafa í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins á yfirstandandi ári eru 1.082 konur og 3.005 karlar. Hlutfall kvenna er því 26,5%.
    Til samanburðar má nefna að samkvæmt svari forsætisráðherra við fyrirspurn um skipan nefnda og stöðuveitingar á vegum ráðuneyta á 121. löggjafarþingi (337. mál, þskj. 850) var hlutfall kvenna í verkefnanefndum er þá störfuðu á vegum ráðuneyta 23%.
    Bent er á að í mörgum tilvikum er svo staðið að skipan í nefndir, ráð og stjórnir að flestir hljóta skipan samkvæmt tilnefningu þriðja aðila ellegar eru kosnir til slíkrar setu.

     2.      Hvernig er kynjahlutfallið sundurliðað eftir ráðuneytum?
    Hlutfall karla og kvenna í nefndum, stjórnum og ráðum getur að líta í töflu 1 og á mynd 1. Í töflunni eru jafnframt upplýsingar um fjölda nefnda, ráða og stjórna og þeirra sem í þeim eiga sæti:

Tafla 1.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 1.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hvernig er kynjahlutfallið sundurliðað eftir kjördæmum?

    Kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum, sundurliðað eftir kjördæmum, sést í töflu 2 og á mynd 2.

Tafla 2.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Mynd 2.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Taka ber fram að upplýsingar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti voru ekki sundurliðaðar eftir kyni og kjördæmum og eru því ekki taldar með í svari við þessum lið fyrirspurnarinnar.

     4.      Hvernig skiptist launakostnaður ríkisins vegna nefnda og ráða á milli kynjanna?

    Ekki er hægt að veita fullnægjandi svar við þessum lið. Ærið verkefni er að taka saman launatölur fyrir hvern þeirra rúmlega 4.000 einstaklinga sem eiga sæti í nefndum, ráðum og stjórnum, m.a. vegna þess að laun og þóknanir greiðast af mismunandi aðilum. Þá er þess að geta að þóknun til verkefnanefnda er oftast ákveðin í lok hvers árs. Sundurliðaðar upplýsingar bárust þó frá fimm ráðuneytum. Þær benda til þess að hlutur kvenna af greiddum launum og þóknunum sé nánast hinn sami og hlutfall kvenna af heildarfjölda þeirra sem eiga sæti í nefndum, ráðum og stjórnum. Raunar eru konur 22,6% nefndarmanna hjá þessum fimm ráðuneytum en fá 23,6% launanna.
    Nefna má að stærstur hluti þóknana til nefnda á vegum ráðuneyta er ákvarðaður af þóknananefnd og er þá að jafnaði ákvörðuð föst þóknun til nefndarmanna, en hærri þóknun til formanns. Eðli máls samkvæmt ná slíkar ákvarðanir til beggja kynja, enda sitja oftast einstaklingar af báðum kynjum í nefndum sem þóknananefnd ákvarðar þóknanir til.

     5.      Hve margar konur eru formenn nefnda og ráða sem nú starfa á vegum ríkisins?
    Alls gegna konur formennsku í 158 nefndum, ráðum og stjórnum af 861 sem starfar eða hefur starfað á yfirstandandi ári. Það jafngildir 18,4%. Það skekkir þennan samanburð að ekki er í öllum tilvikum tekið fram af hvoru kyni formaður nefndar, ráðs eða stjórnar er. Það þýðir að hlutfall kvenna er örugglega hærra en 18,4%.
    Þess má geta að í svari forsætisráðherra við fyrrnefndri fyrirspurn um skipan nefnda og stöðuveitingar á vegum ráðuneyta á 121. löggjafarþingi kom fram að þá gegndu konur formennsku í 20% verkefnanefnda á vegum ráðuneytanna.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 3.