Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 542  —  356. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um lífeyrisskuldbindingu vegna opinberra starfsmanna.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hver er reiknuð og áætluð skuldbinding lífeyrissjóða með beinni ábyrgð ríkissjóðs frá árslokum 1996 2000? Hvaða lífeyrissjóðir eru þetta, hvaða eignir standa á móti þessum skuldbindingum um hver áramót og hver er skuldbinding ríkissjóðs og aðildarfyrirtækja? Hver er árleg aukning skuldbindingarinnar?
     2.      Hvað hafa ríkissjóður og aðildarfyrirtæki greitt aukalega á hverju ári frá 1997 2000 umfram hefðbundið iðgjald til þessara sjóða?
     3.      Hver er heildaraukning skuldbindingar ríkissjóðs og aðildarfyrirtækja auk aukagreiðslu skv. 2. lið frá árslokum 1996 til ársloka 2000?
     4.      Hvað eru margir sjóðfélagar í fyrrgreindum lífeyrissjóðum sem eru starfandi?
     5.      Hver er heildaraukning skuldbindingar skv. 3. lið á hvern starfandi sjóðfélaga skv. 4. lið?
     6.      Hver er heildaraukning skuldbindingar skv. 3. lið sem hlutfall af iðgjaldsskyldum launum starfandi sjóðfélaga skv. 4. lið?
     7.      Hver er áætluð heildarskuldbinding ríkissjóðs og aðildarfyrirtækja í árslok 2000 auk aukagreiðslna árin 1997 2000 á:
                  a.      hvern skattgreiðanda,
                  b.      hvern íbúa,
                  c.      hverja fjögurra manna fjölskyldu?


Skriflegt svar óskast.