Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 587  —  370. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um stöðu lögreglumála í Árnessýslu.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hversu margir lögreglumenn í Árnessýslu stóðu vaktir 1997, hversu margir þeirra höfðu lokið námi í Lögregluskólanum og hver er staðan núna?
     2.      Hver hefur verið fjölgun íbúa á sama svæði á þessum tíma, þ.e. árin 1997– 2000:
                  a.      íbúa með fasta búsetu, heildarfjölgun og skipt niður á ár,
                  b.      íbúa í sumarhúsabyggð, heildarfjölgun og skipt niður á ár?
     3.      Hver hefur verið fjölgun skráðra bifreiða í lögregluumdæminu 1997–2000, heildarfjölgun og skipt niður á ár?
     4.      Hversu mörg afbrot voru framin í umdæminu 1997–2000, skipt eftir árum og brotaflokkum?
     5.      Hver hefur árleg fjölgun stöðugilda í lögreglunni verið á sama tíma?
     6.      Hver hefur verið þróun fjárveitinga á þessum árum, skipt niður á ár?


Skriflegt svar óskast.