Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 600  —  377. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um fjölda og orsakir umferðarslysa á Reykjanesbraut.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur og Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hver er heildarfjöldi slysa og umferðaróhappa á Reykjanesbraut frá því brautin var tekin í notkun, sundurgreint eftir árum:
                  a.      innan höfuðborgarsvæðis að Krýsuvíkurvegi,
                  b.      frá Krýsuvíkurvegi til Keflavíkur?
     2.      Í hversu mörgum tilfellum hafa orðið meiðsl á fólki, sundurgreint eftir árum:
                  a.      alvarleg meiðsl,
                  b.      minna alvarleg meiðsl,
                  c.      dauðsföll,
        og hver hefur bílbeltanotkun verið í hverju tilfelli?
     3.      Hefur farið fram greining á orsökum umferðarslysa á Reykjanesbraut frá því brautin var tekin í notkun? Ef svo er, hverjar eru þá taldar orsakir slysa þar sem orðið hafa meiðsl á fólki, sundurgreint eftir árum?
     4.      Hverjar hafa verið orsakir alvarlegustu slysanna?
     5.      Hver er tíðni slysa og umferðaróhappa á Reykjanesbraut borið saman við aðrar helstu umferðaræðar sem talist geta sambærilegar?
     6.      Hver eru áform löggæsluyfirvalda til að tryggja að virtar séu hraðatakmarkanir á Reykjanesbraut og hefur í því sambandi verið rætt um notkun löggæslumyndavéla?


Skriflegt svar óskast.