Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 662  —  407. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um kjarasamning ríkisins við framhaldsskólakennara.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvað er áætlað að lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs aukist mikið vegna nýgerðs kjarasamnings ríkisins við framhaldsskólakennara:
                  a.      samtals út samningstímann,
                  b.      sem hlutfall af öllum greiddum launum samkvæmt kjarasamningnum,
                  c.      sem hlutfall af launum þeirra sem taka laun samkvæmt kjarasamningnum og eiga lífeyrisrétt sambærilegan rétti í B-deild LSR?
     2.      Hver er þessi heildaraukning lífeyrisskuldbindinga að meðaltali á:
                  a.      hvern framhaldsskólakennara (stöðugildi) sem tekur laun samkvæmt kjarasamningnum,
                  b.      hvern framhaldsskólakennara sem tekur laun samkvæmt kjarasamningnum og á lífeyrisrétt sambærilegan rétti í B-deild LSR?
     3.      Hver er ógreidd heildarskuldbinding ríkissjóðs vegna núverandi og fyrrverandi framhaldsskólakennara?
     4.      Er gætt jafnræðis milli kennara í A-deild og B-deild LSR þar sem hinir fyrrnefndu fá ekki aukinn lífeyrisrétt samkvæmt samningnum?


Skriflegt svar óskast.















Prentað upp.