Ferill 401. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 671  —  401. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um þjóðbúninga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Eru uppi áform um að setja lög og reglugerð um rétta gerð og notkun þjóðbúnings, sbr. lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944?

    Af hálfu forsætisráðuneytis eru ekki uppi áform um að setja lög um gerð og notkun íslensks þjóðbúnings. Alþingi samþykkti á 123. löggjafarþingi ályktun um að fela menntamálaráðherra að koma á fót þjóðbúningaráði til að varðveita þekkingu á íslenskum búningum og gerð íslenskra búninga, jafnframt því sem ráðinu skyldi falið að koma á fót leiðbeiningarþjónustu. Hefur verið unnið að framkvæmd tillögunnar á vegum menntamálaráðuneytis, sbr. nánar svar menntamálaráðherra við fyrirspurn um íslenska búninga á þskj. 672 (402. mál).


























Prentað upp.