Ferill 441. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 704  —  441. mál.
Fyrirspurntil sjávarútvegsráðherra um skipstjórakvóta.

Frá Sverri Hermannssyni.     1.      Hvers eðlis var hinn svonefndi „skipstjórakvóti“? Hvaða reglur voru samdar um sérúthlutun skipstjórakvóta og hverjir hlutu?
     2.      Var endurúthlutað kvóta til skipa vegna stækkunar skips eða aukinna afkasta og hverjir hlutu?
     3.      Hversu mikið kom í hlut hvers kvótaþega í þorskígildum?
     4.      Hvernig skiptist úthlutunin eftir fisktegundum?
     5.      Hvaða hlutverki gegndi svokölluð „samráðsnefnd“ þegar um endurúthlutun aflakvóta eða aflahlutdeilda var að ræða, annars vegar „skipstjórakvóta“ og hins vegar til endurúthlutunar á skip vegna annarra ástæðna og um hvaða skip var að ræða?


Skriflegt svar óskast.