Ferill 444. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 710  —  444. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2000, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000–2001.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2000 frá 27. október, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/42/EB frá 7. júní 1999, um tilhögun viðurkenningar á menntun og hæfi með tilliti til atvinnustarfsemi sem fellur undir tilskipanir um afnám hafta og bráðabirgðaráðstafanir og um viðbót við almennu kerfin til viðurkenningar á menntun og hæfi.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2000, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992. Sú gerð sem hér um ræðir varðar gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum og starfsréttindum.
    Ákvörðun þessi kallar á lagabreytingar hér á landi og var tekin af sameiginlegu EES-nefndinni með stjórnskipulegum fyrirvara af Íslands hálfu. Í tillögunni er gerð nánari grein fyrir því hvað felst í slíkum fyrirvara, sbr. 103. gr. EES-samningsins. Jafnframt er gerð grein fyrir efni þeirrar tilskipunar sem hér um ræðir og nauðsynlegum lagabreytingum til að innleiða hana í íslenskan rétt. Gerð þessi felur ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES- samningnum felast.
    Sú málsmeðferð sem hér um ræðir er sú sama og viðhöfð var í tengslum við alls 19 ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar er eins var ástatt um en þingsályktunartillaga þess efnis var flutt og afgreidd á 125. löggjafarþingi (587. mál). Í athugasemdum með þeirri tillögu var skýrt frá því að framvegis yrði það verklag viðhaft að flytja sérstakar þingsályktunartillögur um ákvarðanir sem samþykktar væru af sameiginlegu EES-nefndinni með fyrirvara skv. 103. gr. EES-samningsins.
    Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal I með tillögu þessari ásamt viðeigandi gerð (fylgiskjal II).

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingar á viðaukum eða bókunum við EES-samninginn eru þjóðréttarsamningar. Samkvæmt samningnum er ekki gert ráð fyrir því að í ákvörðunum sé kveðið á um að gildistaka þeirra gagnvart aðildarríkjunum sé háð staðfestingu þeirra heima fyrir. Þær verða með öðrum orðum skuldbindandi fyrir aðildarríkin um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert aðildarríkjanna beiti heimild í 103. gr. EES- samningsins til að gera fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Hafa ríkin sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum. Með þessu er vísað til nauðsynlegs atbeina þjóðþinga aðildarríkjanna og af hálfu Íslands hefur fyrirvara þessum því einungis verið beitt þegar ljóst er að ákvörðun kallar á lagabreytingar. Almennt hefur ekki verið leitað sérstaks samþykkis Alþingis áður en stjórnskipulegum fyrirvara er aflétt heldur látið nægja að Alþingi samþykki nauðsynlegar lagabreytingar vegna innleiðingar ákvarðana. Þetta felur í sér nokkurt frávik frá almennri meðferð vegna staðfestingar þjóðréttarsamninga þar sem atbeina Alþingis er krafist en á sér skýringar í sérstöðu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar meðal þjóðréttarsamninga. Hins vegar hafa nokkrir ókostir fylgt þessu fyrirkomulagi. Má þar helst nefna annars vegar að nokkuð mismunandi er með hvaða hætti það hefur komið fram í lagafrumvörpum hvernig þau tengjast tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og hins vegar að með þessari aðferð hefur skort á að Alþingi hafi verið gefinn kostur á að taka beina afstöðu til staðfestingar einstakra ákvarðana nefndarinnar. Í vissum tilvikum hafa ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar kveðið á um að bætt sé við EES-samninginn tiltekinni EB- gerð sem ekki öðlast gildi innan Evrópusambandsins fyrr en nokkrum missirum eða jafnvel árum seinna. Samkvæmt EES-samningnum er Ísland skuldbundið til að taka endanlega afstöðu til þess hvort slík gerð verður hluti samningsins innan sex mánaða frá töku ákvörðunarinnar í sameiginlegu EES-nefndinni en hefur sama svigrúm og önnur aðildarríki samningsins til að innleiða viðkomandi gerð í landsrétt. Fram að þessu hefði eina leiðin verið sú að setja lög til innleiðingar þessara gerða innan sex mánaða frestsins en þau lög hefðu þá að sjálfsögðu ekki þurft að taka gildi fyrr en á ætluðum gildistökudegi gerðarinnar. Þetta er mjög óheppileg leið þar sem við undirbúning slíkrar lagasetningar er oft og tíðum horft til fordæma erlendis frá en þar er að jafnaði ekki hugað að slíkri lagasetningu fyrr en nær dregur gildistöku viðkomandi gerðar. Að þessari leið slepptri er eina leiðin til að virða samningsskuldbindingar Íslands að leita sérstaks samþykkis Alþingis í formi þingsályktunar.
    Að öllu þessu virtu hefur verið talið rétt að færa meðferð þeirra ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem Ísland hefur gert stjórnskipulegan fyrirvara til samræmis við meðferð þjóðréttarsamninga. Í því felst að almennt er nú leitað sérstaklega eftir samþykki Alþingis til staðfestingar sérhverrar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar sem stjórnskipulegur fyrirvari hefur verið gerður við. Slíks samþykkis er leitað í formi þingsályktunar en viðeigandi ráðuneyti undirbúa samhliða nauðsynleg frumvörp til lagabreytinga. Jafnframt hefur þeirri föstu vinnureglu verið komið á, með vísan til 24. gr. þingskaparlaga, að haft er samráð við utanríkismálanefnd um efni þessara ákvarðana meðan þær eru á undirbúningsstigi.

3. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2000, um að fella inn í VII. viðauka við EES-samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/42/EB, um tilhögun viðurkenningar á menntun og hæfi með tilliti til atvinnustarfsemi sem fellur undir tilskipanir um afnám hafta og bráðabirgðaráðstafanir og um viðbót við almennu kerfin til viðurkenningar á menntun og hæfi.
    Með samþykkt þessarar nýju tilskipunar eru margar eldri tilskipanir felldar úr gildi og ákvæði þeirra sameinuð í þessari einu tilskipun. Með þessu er kerfi tilskipana um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum og starfsréttindum einfaldað verulega. Flest ákvæði tilskipunarinnar eru þegar í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu. Ákveðinn hópur sem hefur menntun og starfsþjálfun á þeim sviðum sem tilskipunin tekur til er þó þannig settur nú, að hann hafði engan viðurkenndan rétt á að fá menntun sína og starfsþjálfun viðurkennda en í tilskipuninni eru sett ákvæði sem bæta úr þessu.
    Tilskipunum sem felldar verða úr gildi má skipta í tvo meginflokka. Annars vegar eru tilskipanir sem hafa að geyma bráðabirgðaráðstafanir vegna starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga á tilteknu starfssviði. Í þessum tilskipunum er m.a. að finna ákvæði um þau skilyrði sem fullnægja þarf varðandi starfsreynslu og starfsþjálfun.
    Hins vegar eru tilskipanir sem hafa að geyma ákvæði um hvernig komið skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu á tilteknu sviði. Þessar tilskipanir hafa að geyma ákvæði um höft sem aðildarríkin skulu afnema til þess að einstaklingar geti notið þess réttar sem hér um ræðir.
    Meðan tilskipunin var í undirbúningi var haft víðtækt samráð við öll helstu fagsambönd í Evrópu sem hlut eiga að máli og náðist samstaða um að breyta ekki ákvæðum eldri tilskipana um skilyrði sem þarf að fullnægja til að geta lagt stund á tiltekið starf í öðru ríki. Með þessum skilyrðum eru ekki gerðar miklar kröfur um menntun á viðkomandi sviði en þeim mun meiri til starfsþjálfunar og starfsreynslu.
    Tilskipunin var samþykkt innan ESB í júní 1999 og á að vera komin til framkvæmda í aðildarríkjunum fyrir 31. júlí 2001.
    Fjölmörg störf sem tilskipunin tekur til eiga ekki við hér á landi en þau sem eiga við hér falla flest undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Tilskipanirnar sem felldar verða úr gildi voru á sínum tíma felldar inn í íslenskt lagakerfi, með reglugerðum, af viðkomandi ráðuneytum þannig að hvað ákvæði þeirra varðar ætti að vera tiltölulega einfalt að gera viðeigandi breytingar vegna tilskipunar 1999/42/EB, e.t.v. er nægilegt að gera breytingar á viðkomandi reglugerðum.
    Verði þingsályktun þessi samþykkt þarf að koma til breyting á löggjöf hér á landi og er unnið að gerð lagafrumvarps þar að lútandi undir forustu menntamálaráðuneytis um breytingu á 1. gr. laga nr. 83/1993, um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum. Gert er ráð fyrir því að það verði lagt fyrir yfirstandandi þing.
    Ekki er talið að framkvæmd tilskipunarinnar hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.


Fylgiskjal I.


Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2000

frá 27. október 2000

um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn

SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR,

með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eins og hann var aðlagaður með bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist hér á eftir samningurinn, einkum 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)      VII. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/1999 frá 17. desember 1999( 1 ).

2)      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/42/EB frá 7. júní 1999 um tilhögun viðurkenningar á menntun og hæfi með tilliti til atvinnustarfsemi sem fellur undir tilskipanir um afnám hafta og bráðabirgðaráðstafanir og um viðbót við almennu kerfin til viðurkenningar á menntun og hæfi( 2 ) skal felld inn í samninginn.

3)      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/42/EB fellir úr gildi ýmsar gerðir sem eru hluti af samningnum og ber að fella brott úr honum.

ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

1. gr.



Eftirfarandi undirliður komi aftan við lið 1a (tilskipun ráðsins 92/51/EBE) í VII. viðauka við samninginn:

„1b.     397 L 0038: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/42/EB frá 7. júní 1999 um tilhögun viðurkenningar á menntun og hæfi með tilliti til atvinnustarfsemi sem fellur undir tilskipanir um afnám hafta og bráðabirgðaráðstafanir og um viðbót við almennu kerfin til viðurkenningar á menntun og hæfi (Stjtíð. EB L 210, 31.7.1999, bls. 77).“

2. gr.



Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er þennan samning varðar, aðlöguð sem hér segir:

Í stað 1. mgr. 1. gr. komi eftirfarandi:

„Þessi tilskipun gildir um stofnun og rekstur þjónustustarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu á vegum eftirfarandi einstaklinga og félaga eða fyrirtækja (hér á eftir nefndir „rétthafar“) sem æskja að leggja stund á einhverja þá atvinnustarfsemi sem um getur í viðauka A:

Að því er varðar rekstur þjónustustarfsemi:

Ríkisborgarar aðildarríkja EB og EFTA-ríkjanna sem hafa staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu,

félög eða fyrirtæki sem eru stofnuð samkvæmt lögum aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis og hafa aðsetur samkvæmt stofnsamþykktum, eða stjórnsýslumiðstöð, eða aðalfyrirtæki á Evrópska efnahagssvæðinu, að því tilskildu að þegar eingöngu þetta aðsetur er á Evrópska efnahagssvæðinu sé ljóst að starfsemi þeirra tengist raunverulega og að staðaldri atvinnulífi aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis. Slík tengsl mega ekki grundvallast á ríkisfangi, hvorki meðlima fyrirtækisins eða félagsins né einstaklinganna sem fara með stjórn þess eða gegna stöðum yfirmanna, né heldur fjármagnseiganda,

með því skilyrði að þjónustan sé annaðhvort persónulega í höndum þess einstaklings sem er samningsbundinn til að veita hana eða í höndum umboðsaðila eða útibúa hans með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu.

Að því er varðar stofnsetningu:

Ríkisborgarar aðildarríkja EB og EFTA-ríkjanna, og félög eða fyrirtæki sem eru stofnuð samkvæmt lögum aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis og hafa annaðhvort aðsetur samkvæmt stofnsamþykktum, eða stjórnsýslumiðstöð, eða aðalfyrirtæki á Evrópska efnahagssvæðinu, sem vilja öðlast staðfestu til þess að leggja stund á starfsemi sem sjálfstætt starfandi einstaklingar í aðildarríki EB eða EFTA-ríki; og

ríkisborgarar aðildarríkja EB og EFTA-ríkja sem eru með staðfestu í aðildarríki EB eða EFTA-ríki og félög eða fyrirtæki, sbr. hér að framan, að því tilskildu að þegar eingöngu aðsetrið sem mælt er fyrir um í stofnsamþykktum er á Evrópska efnahagssvæðinu sé ljóst að starfsemi þeirra tengist raunverulega og að staðaldri atvinnulífi aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis. Slík tengsl mega ekki grundvallast á ríkisfangi, hvorki meðlima fyrirtækisins eða félagsins né einstaklinganna sem fara með stjórn þess eða gegna stöðum yfirmanna, né heldur fjármagnseiganda, sem vilja koma á fót umboðum, útibúum eða dótturfyrirtækjum í aðildarríki EB eða EFTA-ríki.“

3. gr.



Texti og fyrirsagnir eftirfarandi liða í VII. viðauka við samninginn falli niður:

    20. liður (tilskipun ráðsins 64/222/EBE),
    21. liður (tilskipun ráðsins 64/223/EBE),
    22. liður (tilskipun ráðsins 64/224/EBE),
    23. liður (tilskipun ráðsins 68/363/EBE),
    24. liður (tilskipun ráðsins 68/364/EBE),
    25. liður (tilskipun ráðsins 70/522/EBE),
    26. liður (tilskipun ráðsins 70/523/EBE),
    29. liður (tilskipun ráðsins 75/369/EBE),
    31. liður (tilskipun ráðsins 64/427/EBE),
    32. liður (tilskipun ráðsins 64/429/EBE),
    33. liður (tilskipun ráðsins 64/428/EBE),
    34. liður (tilskipun ráðsins 66/162/EBE),
    35. liður (tilskipun ráðsins 68/365/EBE),
    36. liður (tilskipun ráðsins 68/366/EBE),
    37. liður (tilskipun ráðsins 69/82/EBE),
    38. liður (tilskipun ráðsins 82/470/EBE),
    39. liður (tilskipun ráðsins 63/607/EBE),
    40. liður (tilskipun ráðsins 65/264/EBE),
    41. liður (tilskipun ráðsins 68/369/EBE),
    42. liður (tilskipun ráðsins 70/451/EBE),
    43. liður (tilskipun ráðsins 67/43/EBE),
    44. liður (tilskipun ráðsins 68/367/EBE),
    45. liður (tilskipun ráðsins 68/368/EBE),
    46. liður (tilskipun ráðsins 75/368/EBE),
    47. liður (tilskipun ráðsins 82/489/EBE),
    48. liður (tilskipun ráðsins 63/261/EBE),
    49. liður (tilskipun ráðsins 63/262/EBE),
    50. liður (tilskipun ráðsins 65/1/EBE),
    51. liður (tilskipun ráðsins 67/530/EBE),
    52. liður (tilskipun ráðsins 67/531/EBE),
    53. liður (tilskipun ráðsins 67/532/EBE),
    54. liður (tilskipun ráðsins 67/654/EBE),
    55. liður (tilskipun ráðsins 68/192/EBE),
    56. liður (tilskipun ráðsins 68/415/EBE),
    57. liður (tilskipun ráðsins 71/18/EBE),
    72. liður (tilmæli framkvæmdastjórnarinnar 65/77/EBE),
    73. liður (tilmæli framkvæmdastjórnarinnar 65/76/EBE),
    74. liður (tilmæli framkvæmdastjórnarinnar 69/174/EBE),

4. gr.



Texti tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 1999/42/EB á íslensku og norsku, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalaganna, telst fullgiltur.

5. gr.



Ákvörðun þessi öðlast gildi þann 28. október 2000, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi verið sendar sameiginlegu EES-nefndinni( *** ).

6. gr.



Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild og EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalaganna.

    Gjört í Brussel 27. október 2000.

     Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
    Formaður

    G. S. Gunnarsson

    Ritarar
    sameiginlegu EES-nefndarinnar

    P. K. Mannes     E. Gerner


Fylgiskjal II.


TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 1999/42/EB

frá 7. júní 1999

um tilhögun viðurkenningar á menntun og hæfi með tilliti til atvinnustarfsemi sem fellur undir tilskipanir um afnám hafta og bráðabirgðaráðstafanir og um viðbót við almennu kerfin til viðurkenningar á menntun og hæfi


EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,

með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 40. gr. og 1. mgr. 47. gr., fyrstu og þriðju setningu 2. mgr. 47. gr. og 55. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 4 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 5 ),

í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 6 ) og með hliðsjón af sameiginlega textanum sem samþykktur var 22. apríl 1999,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)      Samkvæmt sáttmálanum er lagt bann við hvers konar mismunun á grundvelli þjóðernis vegna staðfestu og þjónustustarfsemi frá og með lokum aðlögunartímabilsins. Af þeim sökum er tilteknum ákvæðum þeirra tilskipana sem gilda á þessu sviði ofaukið við beitingu reglunnar um innlenda meðferð þar sem sú regla er bundin í sáttmálanum og hefur bein áhrif.

2)      Þrátt fyrir þetta ber að viðhalda þeim ákvæðum tilskipananna sem hafa það að markmiði að auðvelda að staðfesturéttar og frelsis til að veita þjónustu sé neytt, einkum í þeim tilvikum þar sem ákvæðin mæla fyrir um á gagnlegan hátt hvernig framkvæma skuli skuldbindingar samkvæmt sáttmálanum.

3)      Í því skyni að auðvelda nýtingu staðfesturéttar og frelsis til að veita þjónustu í allmörgum atvinnugreinum hafa tilskipanir sem taka upp bráðabirgðaráðstafanir verið samþykktar á meðan beðið er gagnkvæmrar viðurkenningar á menntun og hæfi. Í þessum tilskipunum er viðurkennt að til þess að geta starfað við atvinnugreinarnar sem um getur í þeim aðildarríkjum sem hafa sett um þær reglur er það fullnægjandi skilyrði að hafa starfað við viðkomandi atvinnugrein í því aðildarríki þaðan sem hlutaðeigandi kemur, hæfilega lengi og nógu nýlega.

4)      Helstu ákvæði téðra tilskipana skal endurnýja í samræmi við niðurstöður leiðtogaráðsins í Edinborg frá 11. og 12. desember 1992 um dreifræði, einföldun löggjafar bandalagsins og einkum og sér í lagi endurskoðun framkvæmdastjórnarinnar á tiltölulega gömlum tilskipunum um starfsmenntun og hæfi. Tilskipanirnar sem um ræðir falla því úr gildi.

5)      Tilskipun ráðsins 89/48/EBE frá 21. desember 1988 um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum sem veitt eru að lokinni sérfræðimenntun og starfsþjálfun á æðra skólastigi sem staðið hefur að minnsta kosti í þrjú ár ( 7 ) og tilskipun ráðsins 92/51/EBE frá 18. júní 1992 um annað almennt kerfi til viðurkenningar á starfsmenntun og starfsþjálfun til viðbótar tilskipun 89/48/EBE ( 8 ) gilda ekki um tiltekna atvinnustarfsemi sem fellur undir tilskipanirnar sem gilda um þetta viðfangsefni (fyrsti hluti viðauka A við þessa tilskipun). Af þeim sökum skal taka upp viðurkenningarkerfi um menntun og hæfi fyrir þá atvinnustarfsemi sem ekki fellur undir tilskipanir 89/48/EBE og 92/51/EBE. Sú atvinnustarfsemi sem skráð er í öðrum hluta viðauka A við þessa tilskipun fellur að mestu leyti innan gildissviðs tilskipunar 92/51/EBE að því er viðurkenningu prófskírteina varðar.

6)      Ráðinu hefur verið send tillaga um breytingu á tilskipunum 89/48/EBE og 92/51/EBE að því er varðar vottorð sem sýnir fjárhagsstöðu og vottorð um vátryggingu gegn fjárhagslegri áhættu sem aðildarríki getur krafið rétthafa um. Ráðið áformar að fjalla um þessa tillögu síðar.

7)      Ráðinu hefur verið send tillaga sem ætlað er að auðvelda frjálsa flutninga sérhæfðra hjúkrunarfræðinga sem ekki hafa skírteini um þá menntun og hæfi sem talin eru upp í 3. gr. tilskipunar 77/452/EBE ( 9 ). Ráðið áformar að fjalla um þessa tillögu síðar.

8)      Skýrslur um framkvæmd þessarar tilskipunar skulu samdar reglulega.

9)      Þessi tilskipun hefur ekki áhrif á beitingu 4. mgr. 39. gr. og 45. gr. sáttmálans.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:

I. HLUTI

Gildissvið

1. gr.

1.      Aðildarríkin skulu samþykkja að því er varðar þær atvinnugreinar sem taldar eru upp í viðauka A ráðstafanirnar sem skilgreindar eru í þessari tilskipun varðandi einstaklinga og félög eða fyrirtæki (hér á eftir nefndir „rétthafar”), sem falla undir I. hluta almennu áætlananna um afnám hafta á staðfesturétti, sem hyggjast setja á stofn og hefja þjónustustarfsemi á yfirráðasvæðum þeirra ( 10 ) og um staðfesturétt ( 11 ).

2.      Þessi tilskipun skal gilda um þær atvinnugreinar, sem taldar eru upp í viðauka A, sem ríkisborgarar í aðildarríkjunum vilja stunda í gistiríki annaðhvort sem sjálfstæðir atvinnurekendur eða sem launamenn.

2. gr.

Þau aðildarríki þar sem tiltekinnar menntunar og hæfis er krafist áður en hægt er að hefja og stunda einhverja þá atvinnugrein sem talin er upp í viðauka A skulu tryggja að öllum rétthöfum sem sækja um slíkt séu látnar í té upplýsingar um þær reglur sem gilda um starfsgreinina sem þeir hyggjast stunda áður en þeir setja á stofn eða hefja þjónustustarfsemi.

II. HLUTI

Viðurkenning á vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem veittur hefur verið af öðru aðildarríki

3. gr.

1.      Með fyrirvara um 4. gr. getur aðildarríki ekki neitað ríkisborgara annars aðildarríkis, um heimild til að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem talin er upp í fyrsta hluta viðauka A með sömu skilyrðum og ríkisborgarar þess og borið við vanhæfni hans án þess að hafa fyrst borið saman þá þekkingu og færni sem staðfest er í þeim prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi, sem rétthafinn hefur aflað sér með það fyrir augum að stunda sömu atvinnugrein annars staðar í bandalaginu, við þá þekkingu og færni sem krafist er samkvæmt innlendum reglum. Ef samanburðarathugun sýnir að sú þekking og færni sem prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem gefinn er út af öðru aðildarríki er samsvarandi þeim sem krafist er samkvæmt innlendum reglum getur aðildarríkið ekki neitað rétthafanum um að stunda viðkomandi atvinnugrein. Ef samanburðarathugunin sýnir að verulegur munur er þar á skal gistiríkið veita réttahafanum tækifæri til að sýna fram á að hann hafi aflað sér þeirrar þekkingar og færni sem á vantaði. Í slíkum tilfellum skal gistiríkið veita umsækjandanum rétt til að velja milli aðlögunartíma og hæfnisprófs í samræmi við tilskipanir 89/48/EBE og 92/51/EBE.

Þrátt fyrir þessa reglu getur aðildarríkið krafist þess að viðkomandi fái aðlögunartíma eða gangist undir hæfnispróf ef hann hyggst stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi eða starfa sem stjórnandi fyrirtækis sem fellur undir fyrsta hluta viðauka A og slík starfsemi krefst þekkingar á sértækum innlendum reglum sem í gildi eru, að því tilskildu að þegar lögbær yfirvöld gistiríkis veita eigin ríkisborgurum aðgang að slíkri atvinnustarfsemi sé krafist þekkingar á og beitingu þessara reglna.

Aðildarríkin skulu leitast við að taka tillit til þess hvorn kostinn rétthafinn kýs fremur.

2.      Fjallað skal um umsóknir um viðurkenningu í skilningi 1. mgr. eins fljótt og auðið er og lögbært yfirvald gistiríkisins skal komast að rökstuddri niðurstöðu eigi síðar en fjórum mánuðum frá afhendingu umsóknar og ítarlegra fylgiskjala. Málskotsréttur vegna ákvarðana eða skorts á þeim skal vera til staðar samkvæmt innlendum lögum.

III. HLUTI

Viðurkenning á starfsmenntun og hæfi á grundvelli     starfsreynslu sem aflað hefur verið í öðru aðildarríki

4. gr.

Ef aðildarríki gerir almenna viðskipta- eða fagþekkingu og hæfni að skilyrði fyrir aðgangi að eða rekstri í þeim atvinnugreinum sem taldar eru upp í viðauka A skal viðkomandi aðildarríki viðurkenna sem nægilega sönnun fyrir slíkri þekkingu og hæfni að atvinnugreinin sem um ræðir hafi verið stunduð í öðru aðildarríki . Ef atvinnugreinin er talin upp í fyrsta hluta viðauka A skal hún hafa verið stunduð:

1.      ef um er að ræða atvinnugreinar í skrá I:

       a)      í sex ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða sem stjórnandi fyrirtækis; eða

       b)      í þrjú ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða stjórnandi fyrirtækis ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið að minnsta kosti þriggja ára þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið viðurkennt prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur; eða

       c)      í þrjú ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi ef rétthafinn getur sýnt fram á að hann hafi unnið sem launamaður í viðkomandi atvinnugrein í að minnsta kosti fimm ár; eða

       d)      í fimm ár samfellt í stjórnunarstöðu, þar af að minnsta kosti í þrjú ár við sérfræðistörf þar sem viðkomandi bar ábyrgð á einni eða fleiri deildum fyrirtækisins, að því tilskildu að rétthafinn geti sýnt fram á að hann hafi áður fengið að minnsta kosti þriggja ára þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur.

    Í þeim tilvikum sem getið er í a- og c- lið skulu, á þeim degi sem sótt er um samkvæmt 8. gr., ekki hafa liðið meira en tíu ár frá því að unnið var í viðkomandi atvinnugrein;

2.      ef um er að ræða atvinnugreinar í skrá II:

       a)      í sex ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða sem stjórnandi fyrirtækis; eða

       b)      —    í þrjú ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða forstöðumaður fyrirtækis ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið að minnsta kosti þriggja ára þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur; eða

            —    í fjögur ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða stjórnandi fyrirtækis ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið að minnsta kosti tveggja ára þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur; eða

       c)      þrjú ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða sem forstöðumaður fyrirtækis ef rétthafinn getur sýnt fram á að hann hafi unnið sem launamaður í viðkomandi atvinnugrein í að minnsta kosti fimm ár; eða

       d)      —    í fimm ár samfellt sem launþegi ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið að minnsta kosti þriggja ára þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur; eða

            —    í sex ár samfellt sem launþegi ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið að minnsta kosti tveggja ára þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur.

     Í þeim tilvikum sem getið er í a- og c- lið skulu, á þeim degi sem sótt er um samkvæmt 8. gr., ekki hafa liðið meira en tíu ár frá því að unnið var við viðkomandi atvinnugrein;

3.      ef um er að ræða atvinnugreinar í skrá III:

       a)      í sex ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða sem stjórnandi fyrirtækis; eða

       b)      í þrjú ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða stjórnandi fyrirtækis ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið að minnsta kosti þriggja ára þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur; eða

       c)      í þrjú ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi unnið sem launamaður í viðkomandi atvinnugrein í að minnsta kosti fimm ár.

    Í þeim tilvikum sem getið er í a- og c- lið skulu, á þeim degi sem sótt er um samkvæmt 8. gr., ekki hafa liðið meira en tíu ár frá því að unnið var í viðkomandi atvinnugrein;

4.      ef um er að ræða atvinnugreinar í skrá IV:

       a)      í fimm ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða sem stjórnandi fyrirtækis; eða

       b)      í tvö ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða stjórnandi fyrirtækis ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið að minnsta kosti þriggja ára þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur; eða

       c)      í þrjú ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða stjórnandi fyrirtækis ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið að minnsta kosti tveggja ára þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur; eða

       d)      í tvö ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða sem stjórnandi fyrirtækis ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi unnið sem launamaður í viðkomandi atvinnugrein í að minnsta kosti þrjú ár; eða

       e)      í þrjú ár samfellt sem launþegi ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið að minnsta kosti tveggja ára þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur;

5.      ef um er að ræða atvinnugreinar í skrá V(a) og (b):

       a)      í þrjú ár sem sjálfstæður atvinnurekandi eða sem stjórnandi fyrirtækis að því tilskildu að á þeim degi sem sótt er um samkvæmt 8. gr., hafi ekki liðið meira en tvö ár frá því að unnið var í viðkomandi atvinnugrein;

       b)      Í þrjú ár sem sjálfstæður atvinnurekandi eða sem stjórnandi fyrirtækis að því tilskildu að á þeim degi sem sótt er um samkvæmt 8. gr., hafi ekki liðið meira en tvö ár frá því að unnið var í viðkomandi atvinnugrein nema aðildarríki leyfi eigin ríkisborgurum að taka lengra hlé frá starfi í viðkomandi atvinnugrein; eða

6.      ef um er að ræða atvinnugreinar í skrá VI:

       a)      í þrjú ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða sem stjórnandi fyrirtækis; eða

       b)      í tvö ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða stjórnandi fyrirtækis ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur; eða

       c)      í tvö ár samfellt sem sjálfstæður atvinnurekandi eða sem stjórnandi fyrirtækis ef rétthafinn getur sýnt fram á að hann hafi unnið sem launamaður í viðkomandi atvinnugrein í að minnsta kosti þrjú ár; eða

       d)      í þrjú ár samfellt sem launamaður ef rétthafi getur sýnt fram á að hann hafi áður fengið þjálfun í viðkomandi atvinnugrein og að henni lokinni fengið hana staðfesta með innlendu viðurkenndu prófskírteini eða staðfestingu frá þar til bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun um að þjálfunin uppfylli skilyrðin sem hún setur.

    Í þeim tilvikum sem getið er í a- og c- lið skulu, á þeim degi sem sótt er um samkvæmt 8. gr., ekki hafa liðið meira en tíu ár frá því að unnið var við viðkomandi atvinnugrein.

5. gr.

Ef rétthafi er handhafi viðurkennds prófskírteinis, sem gefið er út í aðildarríki og er til staðfestingar á þekkingu og hæfni í atvinnugrein sem samsvarar að minnsta kosti tveggja eða þriggja ára starfsþjálfun, eftir því sem við á, getur gistiríki meðhöndlað prófskírteinið á sama hátt og prófskírteini til staðfestingar á starfsþjálfun af þeirri lengd sem krafist er samkvæmt b- og d-lið 1. mgr., b- og d-lið 2. mgr., b-lið 3. mgr. og b-, c- og e-lið 4. mgr. 4. gr.

6. gr.

Ef þjálfun rétthafans hefur varað í að minnsta kosti tvö ár og minna en þrjú ár skal kröfum 4. gr. teljast fullnægt ef starfsreynsla sem sjálfstæður atvinnurekandi eða stjórnandi fyrirtækis samkvæmt b- og d-lið 1. mgr, fyrsta undirlið b-liðar 2. mgr., b-lið 3. mgr. og b-lið 4. mgr. 4. gr. er framlengd í sama hlutfalli þannig að hún nái yfir mismuninn á lengd þjálfunarinnar.

7. gr.

Einstaklingur telst hafa starfað sem stjórnandi fyrirtækis í skilningi 4. gr. ef hann hefur starfað í fyrirtæki innan viðkomandi atvinnugreinar:

a)    sem stjórnandi fyrirtækis eða útibús fyrirtækis; eða

b)    sem aðstoðarmaður eiganda eða stjórnanda fyrirtækis þegar stöðunni fylgir ábyrgð sem er jafngild ábyrgð eigandans eða stjórnandans sem hann er staðgengill fyrir, eða

c)    í stjórnunarstöðu sem felur í sér skyldustörf af viðskipta- eða sérfræðilegum toga og ábyrgð á einni eða fleiri deildum fyrirtækisins.

8. gr.

Sönnun þess að skilyrðunum sem mælt er fyrir um í 4. gr. sé fullnægt skal vera vottorð um eðli og lengd starfseminnar gefið út af lögbæru yfirvaldi eða stofnun í heimaríkinu eða því aðildarríki sem rétthafinn kemur frá og sem rétthafanum ber að framvísa til stuðnings umsókn sinni um leyfi til að stunda viðkomandi atvinnugrein eða –greinar í gistiríkinu.

IV. HLUTI

Viðurkenning á annars konar starfsmenntun og hæfi sem     aflað hefur verið í öðru aðildarríki

9. gr.

1.      Ef gistiríki gerir þá kröfu til eigin ríkisborgara, sem sækjast eftir að hefja einhverja þá starfsemi sem um getur í 2. mgr. 1. gr., að þeir leggi fram vottorð um óflekkað mannorð og sönnun þess að þeir séu ekki og hafi ekki áður verið lýstir gjaldþrota, eða sönnun um annað hvort, skal það, þegar um ríkisborgarar annarra aðildarríkja er að ræða, samþykkja framvísun sakavottorðs sem nægilega sönnun eða að öðrum kosti framvísun jafngilds vottorðs, gefnu út af lögbæru yfirvaldi á sviði laga eða stjórnsýslu í heimaríkinu eða því aðildarríki sem rétthafinn kemur frá, sem sýnir að þessum kröfum er fullnægt.

2.      Ef gistiríki setur fram tilteknar kröfur til eigin ríkisborgara, sem sækjast eftir að hefja einhverja þá starfsemi sem um getur í 2. mgr. 1. gr., um óflekkað mannorð og að þeir leggi fram sönnun þess að þeir séu ekki og hafi ekki áður verið lýstir gjaldþrota og hafi ekki áður sætt faglegum eða stjórnsýslulegum refsiaðgerðum (t.d. verið sviptir rétti til að gegna tilteknum embættum, leyfi til að gegna ákveðnu starfi eða vera félagi í tilteknum fagfélögum) og ekki fæst sönnun þess með skjalinu sem um getur í 1. mgr. þessarar greinar, skal það, þegar um ríkisborgara annarra aðildarríkja er að ræða, samþykkja sem nægilega sönnun vottorð gefið út af lögbæru yfirvaldi á sviði laga eða stjórnsýslu í heimaríkinu eða því aðildarríki sem rétthafinn kemur frá, sem staðfestir að þessum kröfum sé fullnægt. Í slíku vottorði skal fjallað um þá þætti sem gistiríkið telur skipta máli.

3.      Ef heimaríkið eða aðildarríkið sem rétthafinn kemur frá gefur ekki út skjölin sem um getur í 1. og 2. mgr. getur eiðsvarin yfirlýsing komið í stað þeirra eða, í þeim aðildarríkjum þar sem engin ákvæði eru um slíka eiðsvarna yfirlýsingu, með drengskaparheiti sem viðkomandi gefur í viðurvist lögbærs yfirvalds eða þar sem það á við, lögbókanda í því aðildarríki. Viðkomandi yfirvald eða lögbókandi skal gefa út skírteini þar sem vottaður er áreiðanleiki eiðsvörnu yfirlýsingarinnar eða drengskaparheitisins. Yfirlýsingu um að viðkomandi hafi ekki áður verið lýstur gjaldþrota má einnig gefa hjá til þess bærri sérfræði- eða atvinnugreinastofnun í því aðildarríki.

4.      Ef gistiríki krefst vottorðs sem sýnir fjárhagsstöðu skal það telja vottorð sem gefin eru út af bönkum í heimaríki eða aðildarríkinu sem rétthafinn kemur frá jafngild þeim sem gefin eru út á yfirráðasvæði þess.

5.      Ef gistiríki gerir þá kröfu til eigin ríkisborgara sem sækjast eftir að hefja einhverja þá starfsemi sem um getur í 2. mgr. 1. gr., að þeir leggi fram sönnun þess að þeir séu tryggðir fyrir þeirri fjárhagslegu áhættu sem fylgir ábyrgð á atvinnustarfseminni skal gistiríkið samþykkja vottorð gefin út af vátryggingafélögum annarra aðildarríkja sem jafngild þeim sem gefin eru út á yfirráðasvæði þess. Slík vottorð skulu gefa yfirlýsingu um að vátryggjandinn hafi farið að þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru í gistiríkinu að því er varðar skilmála og umfang vátryggingarinnar.

6.      skjölin sem um getur í 1., 2., 3. og 5 mgr.skulu þegar þeim er framvísað ekki vera meira en þriggja mánaða gömul.

V. HLUTI

Ákvæði um málsmeðferð

10. gr.

1.      Aðildarríkin skulu, innan þeirra tímamarka sem mælt er fyrir um í 14. gr., tilnefna þau yfirvöld og stofnanir sem bera ábyrgð á að gefa út vottorðin sem um getur í 8. gr. og 1., 2 og 3. mgr. 9. gr. og skulu þegar í stað koma þeim upplýsingum á framfæri við önnur aðildarríki og framkvæmdastjórnina.

2.      Aðildarríkin geta tilnefnt aðila sem hefur umsjón með samræmingu á starfsemi þeirra yfirvalda og stofnana sem um getur í 1. mgr. í samræmingarhópinn sem komið var á laggirnar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. tilskipunar 89/48/EBE. Starf samræmingarhópsins skal einnig vera eftirfarandi:

—    að auðvelda framkvæmd þessarar tilskipunar,

—    að safna saman öllum upplýsingum sem gagnlegar eru vegna beitingar tilskipunarinnar í aðildarríkjunum og einkum að safna og bera saman upplýsingar um mismunandi starfsmenntun og hæfi á þeim sviðum atvinnulífsins sem falla undir gildissvið þessarar tilskipunar.

VI. HLUTI

Lokaákvæði

11. gr.

1.      Tilskipanirnar sem taldar eru upp í viðauka B falla hér með úr gildi.

2.      Litið skal á tilvísanir í niðurfelldar tilskipanir sem tilvísanir í þessa tilskipun.

12. gr.

Frá og með 1. janúar 2001 skulu aðildarríkin, á tveggja ára fresti, senda framkvæmdastjórninni skýrslu um framkvæmd fyrirkomulagsins sem er tekið upp.

Auk almennrar umfjöllunar um málið skal skýrslan einnig veita tölfræðilegt yfirlit yfir ákvarðanir sem teknar hafa verið og lýsa þeim vanda sem upp kann að koma við beitingu tilskipunarinnar.

13. gr.

Eigi síðar en fimm árum eftir þann dag sem um getur í 14. gr. skal framkvæmdastjórnin tilkynna Evrópuþinginu og ráðinu um hver staðan er á framkvæmd þessarar tilskipunar í aðildarríkjunum, einkum 5. gr.

Að öllum nauðsynlegum skýrslutökum loknum, einkum af aðilum sem annast samræmingu, skal framkvæmdastjórnin leggja fram niðurstöður sínar um hugsanlegar breytingar á núgildandi fyrirkomulagi. Ef nauðsyn krefur skal framkvæmdastjórnin einnig leggja fram tillögur sínar um endurbætur á gildandi fyrirkomulagi er stuðli að því að auka frelsi til flutninga og efla staðfesturétt og rétt til að veita þjónustu.




14. gr.

1.      Aðildarríkin skulu samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari fyrir 31. júlí 2001. Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

2.      Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þær eru birtar opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.

3.      Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni helstu ákvæði úr landslögum sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.

15. gr.

Tilskipun þessi öðlast gildi á þeim degi sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna.

16. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Lúxemborg 7. júní 1999.

Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
J. M. GIL-ROBLES E. BULMAHN
forseti. forseti.

VIÐAUKI A

FYRSTI HLUTI

Atvinnugreinar tengdar flokkun á starfsreynslu

Skrá I

Yfirflokkar sem falla undir tilskipun 64/427/EBE, eins og henni var breytt með tilskipun 69/77/EBE, og tilskipunum 68/366/EBE, 75/368/EBE og 75/369/EBE

1

Tilskipun 64/427/EBE

(Tilskipun um afnám hafta: 64/429/EBE)

NICE-flokkunarkerfið (samsvarar ISIC- yfirflokkum 23-40)

yfirflokkur 23     Framleiðsla textílefna
    232     Framleiðsla og vinnsla textílefna í vélum fyrir ull
    233     Framleiðsla og vinnsla textílefna í vélum fyrir bómull
    234     Framleiðsla og vinnsla textílefna í vélum fyrir silki
    235     Framleiðsla og vinnsla textílefna í vélum fyrir hör og hamp
    236     Annar textílefnaiðnaður (júta, harðtrefjar o.s.frv.) kaðlar
    237     Framleiðsla prjónavöru og heklaðrar vöru
    238     Frágangur textílefna
    239     Annar spunaefnaiðnaður
yfirflokkur 24     Framleiðsla skófatnaðar, fatnaðar og sængurfatnaðar
    241     Vélframleiðsla á skófatnaði (nema úr gúmmíi og tré)
    242     Handunninn skófatnaður og viðgerðir á honum
    243     Framleiðsla fatnaðar (nema felda)
    244     Framleiðsla á dýnum og sængurfatnaði
    245     Skinna og -feldaiðnaður
yfirflokkur 25     Framleiðsla úr viði og korki (nema húsgagnaframleiðsla)
    251     Sögun og iðnvinnsla viðar
    252     Framleiðsla hálfunnins viðarvarnings
    253     Raðframleiðsla byggingaíhluta úr viði, að meðtalinni gólfklæðningu
    254     Framleiðsla tréíláta
    255     Framleiðsla annars viðarvarnings (nema húsgagna)
    259     Framleiðsla úr hálmi, korki, tágum, tágafléttum og spanskreyr; burstagerð
yfirflokkur 26     260     Framleiðsla húsgagna úr viði
yfirflokkur 27     Framleiðsla pappírs og pappírsvöru
    271     Framleiðsla pappírsdeigs, pappírs og pappa
    272     Vinnsla pappírs og pappa, og framleiðsla vara úr pappírsdeigi
yfirflokkur 28     280     Prentun, útgáfa og skyldur iðnaður
yfirflokkur 29     Leðuriðnaður
    291     Sútunarstöðvar og verksmiður sem fullvinna leður
    292    Leðurvöruframleiðsla úr yfirflokki 30     Gúmmí og plastvöruframleiðsla, tilbúnir þræðir og sterkjuvörur
    301     Gúmmí- og asbestvinnsla
    302     Vinnsla plastefna
    303     Framleiðsla tilbúinna þráða
úr yfirflokki 31     Efnaiðnaður
    311     Framleiðsla undirstöðuefna til efnaiðnaðar og frekari vinnsla slíkra efna
    312    Sérhæfð framleiðsla á efnavörum einkum til notkunar í iðnaði og landbúnaði (þar með talin framleiðsla á feiti og olíu úr jurta- og dýraríkinu fyrir iðnað sem heyrir undir ISIC- flokk 312)
    313    Sérhæfð framleiðsla efnavöru einkum til heimilis og skrifstofunota (að undanskilinni framleiðslu lyfja og lyfjavara ( úr ISIC-flokki 319))
yfirflokkur 32     320     Jarðolíuiðnaður
yfirflokkur 33     Framleiðsla vöru úr jarðefnum sem ekki eru málmar
    331     Framleiðsla byggingarvara úr leir
    332     Framleiðsla á gleri og glervörum
    333     Framleiðsla á leirkerum og vörum úr eldföstu efni
    334     Framleiðsla á sementi, kalki og gifsefni
    335     Framleiðsla byggingarefna úr steypu, sementi og gifsefni
    339    Vinna við steinhögg og framleiðsla á öðrum vörum úr jarðefnum sem ekki eru málmar
yfirflokkur 34     Framleiðsla og frumvinnsla járns og stáls
    341    Járn og stáliðnaður (samkvæmt skilgreiningu í stofnsáttmála Kola og Stálbandalags Evrópu (KSE), þar með talin koxvinnsla sem er rekin í tengslum við stáliðnaðarfyrirtæki)
    342     Framleiðsla á stálrörum
    343     Vírdráttur, kalddráttur, kaldvölsun flatjárns og flatstáls, kaldmótun
    344     Framleiðsla og frumvinnsla málma sem ekki innihalda járn
    345     Málmsteypur sem vinna bæði með járn og málma sem ekki innihalda járn
yfirflokkur 35     Framleiðsla málmvara (að undanskildum vélbúnaði og samgöngutækjum)
    351     Málmsmíði, kaldvölsun og kaldmótun
    352     Annað vinnslustig og yfirborðsmeðferð
    353     Málmhlutir
    354     Ketilsmíði, framleiðsla kera til iðnaðar
    355    Framleiðsla áhalda og tækja og fullunninna hluta úr málmi (nema raffanga)
    359     Hliðargreinar véltæknistarfsemi
yfirflokkur 36     Framleiðsla véla sem ekki eru rafknúnar
    361     Framleiðsla landbúnaðarvéla og dráttarvéla
    362     Framleiðsla skrifstofuvéla
    363    Framleiðsla véla til málmvinnslu og annarra vélaverkfæra og festinga og tenginga á þau og önnur vélknúin verkfæri
    364     Framleiðsla textílvéla og fylgihluta þeirra, framleiðsla saumavéla
    365    Framleiðsla véla og búnaðar fyrir matvæla- og drykkjarvöruiðnað og fyrir efnaiðnað og skyldan iðnað
    366    Framleiðsla tækja og búnaðar fyrir námur, járn- og stálverksmiðjur og fyrir byggingariðnað. framleiðsla lyftitækja og færibanda
    367     Framleiðsla sendibúnaðar
    368     Framleiðsla vélbúnaðar til annars tiltekins iðnaðar
    369     Framleiðsla annarra órafknúinna véla og búnaðar
yfirflokkur 37     Raftækniiðnaður
    371     Framleiðsla rafmagnsvíra og kapla
    372    Framleiðsla hreyfla, rafala, spennubreyta, rofa og annars búnaðar til raforkuframleiðslu
    373     Framleiðsla raffanga til atvinnunota
    374    Framleiðsla fjarskiptabúnaðar, mæla, annarra mælitækja og rafmagnslækningatækja
    375    Framleiðsla rafeindabúnaðar, útvarps- og sjónvarpsviðtækja, hljómflutningstækja
    376     Framleiðsla raftækja til heimilisnota
    377     Framleiðsla lampa og ljósabúnaðar
    378     Framleiðsla rafhlaðna og rafgeyma
    379     Viðgerðir, samsetning og sérhæfð uppsetning raffanga
úr yfirflokki 38     Framleiðsla samgöngutækja
    383     Framleiðsla vélknúinna ökutækja og hluta þeirra
    384     Viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, bifhjólum og reiðhjólum
    385     Framleiðsla bifhjóla, reiðhjóla og hluta þeirra
    389     Framleiðsla samgöngutækja sem eru ekki flokkuð annars staðar
yfirflokkur 39     Ýmiss konar framleiðsluiðnaður
    391     Framleiðsla nákvæmra mælitækja, mæli- og stjórntækja
    392    Framleiðsla á lækninga- og skurðlækningatækjum og hjálpartækjum (að undanskildum sjúkraskófatnaði)
    393     Framleiðsla ljósmynda- og sjóntækja
    394     Framleiðsla og viðgerðir á úrum og klukkum
    395     Skartgripagerð- og góðmálmasmíði
    396     Framleiðsla og viðgerðir hljóðfæra
    397     Framleiðsla leikja, leikfanga, íþróttatækja og íþróttavarnings
    399     Annar framleiðsluiðnaður
yfirflokkur 40     Byggingar
    400     Byggingar (ósérhæfðar); niðurrif
    401     Húsbyggingar (húsnæði eða annað)
    402     Mannvirkjagerð; vega- og brúargerð, lagning járnbrauta o.fl.
    403     Lagnir
    404     Skreytingar og frágangur

2

Tilskipun 68/366/EBE

(Tilskipun um afnám hafta 68/365/EBE)

NICE-flokkunarkerfið

yfirflokkur     20 A     200    Framleiðsluiðnaður með dýra- og jurtafeiti og olíur
    20 B     Matvælaframleiðsluiðnaður (að undanskildum drykkjarvöruiðnaði)
         201     Slátrun, vinnsla og geymsla kjöts
         202     Mjólkur- og mjólkurvöruiðnaður
         203     Niðurlagning og geymsla ávaxta og grænmetis
         204     Niðurlagning og geymsla fisks og annarra sjávarafurða
         205     Framleiðsla kornmylluafurða
         206     Framleiðsla á bökuðum vörum, að meðtöldum kruðum og kexi
         207     Sykuriðnaður
         208     Framleiðsla á kakói, súkkulaði og sælgæti
         209     Framleiðsla á ýmsum matvælum
yfirflokkur 21     Drykkjarvöruiðnaður
         211     Framleiðsla etanóls með gerjun, framleiðsla gers og vínanda
         212     Víngerð
         213     Öl- og bjórgerð
         214     Framleiðsla gosdrykkja og annarra kolsýrðra drykkja
úr 30         Framleiðsla á gúmmívörum, plastefnum, gerviþráðum og sterkjuafurðum
         304     Framleiðsla á sterkjuafurðum

3

Tilskipun 75/368/EBE (stafsemi sem talin er upp í 1. mgr. 5. gr.)

ISIC- flokkunarkerfið

úr 04         Fiskveiðar
         043     Fiskveiðar í ám og vötnum
úr 38         Framleiðsla samgöngutækja
         381     Skipasmíðar og viðgerðir
         382     Framleiðsla járnbrautartækja
         386     Framleiðsla loftfara (að meðtöldum geimtækjum)
úr 71         Starfsemi tengd flutningum og starfsemi önnur en flutningar, sem fellur undir eftirfarandi flokka:
         úr 711    Þjónusta við svefn- og veitingavagna; viðhald járnbrautatækja í viðhaldsskýlum; hreinsun vagna
         úr 712     Viðhald tækja fyrir farþegaflutninga innanbæjar, í úthverfum og milli bæja og borga
         úr 713    Viðhald tækja fyrir annan farþegaflutning á landi (svo sem bifreiða, langferðabíla og leigubifreiða)
         úr 714    Rekstur og viðhald mannvirkja tengdum samgöngum á landi (t.d. vega, jarðgangna, tollbrúa, birgðageymsla, bílastæða, strætisvagna- og sporvagnastöðva)
         úr 716    Starfsemi tengd samgöngum á skipgengum vatnaleiðum (t.d. rekstur og viðhald vatnaleiða, hafna og annarra mannvirkja tengdum samgöngum á skipgengum vatnaleiðum; dráttar- og lóðsþjónusta í höfnum, lagning bauja, ferming og afferming skipa og önnur skyld starfsemi svo sem björgun skipa, dráttur og rekstur húsbáta)
73        Boðmiðlun: póstþjónusta og fjarskipti
úr 85          Þjónustugreinar
         854     Þvottahús og þvottaþjónusta, þurrhreinsun og litun
         úr 856    Ljósmyndastofur: ljósmyndun og auglýsingaljósmyndun að frátöldum blaðaljósmyndurum
         úr 859    Þjónustugreinar sem ekki eru skilgreindar annars staðar (einungis viðhald og þrif á húseignum eða vistarverum)

4

Tilskipun 75/369/EBE 6. gr.: þegar starfsemin telst til iðnaðar eða handverks)

ISIC-flokkunarkerfið

Eftirtalin farandstarfsemi:
a)     kaup og sala á vörum
    af kaupmönnum á faraldsfæti, götusölum eða farandsölum (úr ISIC-flokki 612)
    á yfirbyggðum mörkuðum þó ekki föstum starfsstöðvum og á útimörkuðum
b)    starfsemi sem fellur undir þegar samþykktar bráðabirgðaráðstafanir þar sem er sérstaklega undanskilið eða ekki minnst á starfrækslu slíkrar farandstarfsemi.

Skrá II

Tilskipun 82/470/EBE (3. mgr. 6. gr.)

Flokkar 718 og 720 í ISIC-flokkunarkerfinu
Starfsemin nær einkum og sér í lagi til:
—    skipulagningar og sölu, beint eða gegn þóknun, á einum þætti eða fleirum (flutningi, fæði, gistingu, skoðunarferðum o.s.frv.) vegna ferðar eða dvalar, óháð því um hvers konar ferð er að ræða (undirliður a í B-lið 2. gr.).

Skrá III

Tilskipun 82/489/EBE

úr 855    Hárgreiðslustofur, að frátaldri þjónustu fótaaðgerðafræðinga og verknámsskóla fyrir snyrtifræðinga og hárgreiðslufólk

Skrá IV

Tilskipun 82/470/EBE (1. mgr. 6. gr.)

Flokkar 718 og 720 í ISIC-flokkunarkerfinu:
Starfsemin nær einkum og sér í lagi til:
—    þeirra sem starfa sem milliliðir verktaka á mismunandi sviðum flutninga og þeirra sem afgreiða eða senda vörur og standa fyrir svipaðri starfsemi:
    aa)    með því að ganga frá samningum við verktaka á sviði flutninga fyrir hönd umbjóðenda
    bb)    með því að velja flutningsaðferð, fyrirtæki og þá leið sem er hagstæðust fyrir umbjóðandann
    cc)    með því að sjá um framkvæmdaatriði er varða flutninginn (t.d. pökkun vegna flutningsins). með því að sjá um ýmsa aðra þætti er tengjast flutningnum (tryggir t.d. ísbirgðir fyrir kælivagna);
    dd)    með því að ganga frá formsatriðum er tengjast flutningnum, gera til dæmis uppkast að fylgibréfi; dreifa vörusendingum;
    ee)    með því að samhæfa hin ýmsu stig flutningsins, með því að tryggja flutning, endursendingar, umfermingu og aðrar aðgerðir á endastöð;
    ff)    með því að sjá bæði um farm- og flutningstæki og flutningsleið fyrir þá aðila sem afgreiða eða taka á móti vörum;
—    mat á flutningskostnaði og yfirferð á sundurliðuðum reikningum
—    ráðstafanir sem gera verður til bráðabirgða eða frambúðar í nafni og fyrir hönd skipseiganda eða fyrirtækis sem sér um flutning á sjó (við hafnaryfirvöld, skipaverslanir o.s.frv.)
     (Starfsemin sem talin er upp í a-, b- og d- undirliðum A-liðar 2. gr.).

Skrá V

Tilskipanir (64/222/EBE) and (70/523/EBE)

a

Sjá a-lið 5. mgr. 4. gr. þessarar tilskipunar

Tilskipun 64/222/EBE

(Tilskipun um afnám hafta 64/224/EBE)

1.    atvinnustarfsemi milliliðar, sem hefur umboð og fyrirmæli frá einum eða fleiri einstaklingum til að semja eða annast viðskipti í þeirra nafni og fyrir þeirra hönd;
2.    atvinnustarfsemi milliliðar, sem án þess að hafa um það varanleg fyrirmæli, kemur á sambandi einstaklinga sem óska eftir beinum samningum sín á milli, kemur viðskiptum þeirra í kring eða aðstoðar við að leiða slík viðskipti til lykta.
3.    atvinnustarfsemi milliliðar sem kemur inn í viðskipti í eigin nafni en fyrir annarra hönd
4.    atvinnustarfsemi milliliðar sem fæst við heildsöluverslun á uppboðum fyrir annarra hönd
5.    atvinnustarfsemi milliliða sem afla pantana með því að ganga í hús
6.    þjónustustarfsemi sem tengist atvinnustarfsemi milliliðar sem starfar hjá einu eða fleiri verslunar-, iðnaðar- eða litlum handverksfyrirtækjum.

b

Sjá b-lið 5. mgr. 4. gr. þessarar tilskipunar

Tilskipun 70/523/EBE

Starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga sem veita þjónustu á sviði heildsölu og umboðsverslunar með kol (úr flokki 6112, ISIC-flokkunarkerfið)

Skrá VI

Tilskipanir 68/364/EBE, 68/368/EBE, 75/368/EBE, 75/369/EBE, 82/470/EBE

1

Tilskipun 68/364/EBE

(Tilskipun um afnám hafta 68/363/EBE)

ISIC úr flokki 612     Smásöluverslun
Starfsemi sem er undanskilin:
         012     Leiga á tækjum til landbúnaðar
         640     Leiga á fasteignum
         713     Leiga á bifreiðum, vögnum og hestum
         718     Leiga á lestar- og flutningsvögnum
         839     Leiga á tækjabúnaði til verslunarfyrirtækja
         841     Miðabókanir og myndaleiga fyrir kvikmyndahús
         842     Miðabókanir og leiga á búnaði fyrir leikhús
         843     Báta- og hjólaleiga, leiga á sjálfsalaleiktækjum og -spilavélum
         853     Leiga á herbergjum með húsgögnum
         854     Leiga á hreinu líni
         859     Fataleiga

2

Tilskipun 68/368/EBE

(Tilskipun um afnám hafta 68/367/EBE)

ISIC-flokkunarkerfið

ISIC úr yfirflokki 85:
1.     Veitingahús, kaffihús, ölstofur og aðrir veitingastaðir (ISIC-flokkur 852)
2.     Hótel, gistiheimili, tjaldstæði og aðrir gististaðir (ISIC-flokkur 853)

3

Tilskipun 75/368/EBE (7. gr.)

Öll starfsemi sem talin er upp í viðaukanum við tilskipun 75/368/EBE, að frátalinni þeirri sem um getur í 5. gr. þeirrar tilskipunar (Skrá I, nr. 3 í þessum viðauka).
ISIC-flokkunarkerfið
úr 62     Bankar og aðrar fjármálastofnanir
         úr 620     Einkaleyfisstofur og löggildingarstofur
úr 71     Flutningar
         úr 713     Farþegaflutningar á vegum, að frátöldum flutningi með bifreiðum
         úr 719     Flutningur fljótandi kolvatnsefnis og annarra fljótandi efna eftir leiðslum
úr 82     Félagsleg þjónusta
         827     Bókasöfn, söfn, lysti- og dýragarðar
úr 84     Leikja- og skemmtiþjónusta
         843     Leikja- og skemmtiþjónusta ótalin annars staðar:
              —    starfsemi tengd íþróttum (íþróttasvæði, skipulagning íþróttamannvirkja o.s.frv.) þó ekki starfsemi íþróttaleiðbeinenda
            —    leikir (hesthús og tamningasvæði fyrir veðhlaupahesta, leikjasvæði, veðhlaupabrautir, o.s.frv.)
              —    önnur afþreyingarstarfsemi (fjölleikahús, skemmtigarðar og aðrar skemmtanir)
úr 85     Þjónustugreinar
         úr 851     Heimilishjálp
         úr 855    Snyrtistofur og handsnyrtiþjónusta, að frátalinni þjónustu fótsnyrta og skólum snyrtifræðinga og hárgreiðslufólks
         úr 859    Þjónustugreinar sem ekki eru skilgreindar annars staðar nema íþrótta- og sjúkranuddarar og fjallaleiðsögumenn, sem skiptast í eftirfarandi flokka
              —     sótthreinsun og meindýraeyðing
              —     fataleiga og geymsluaðstaða
              —     hjúskaparmiðlun og önnur skyld þjónusta
              —     stjörnuspeki, spádómar og þess háttar
              —     skolp og sorphirða og önnur skyld starfsemi
              —     útfararþjónusta og viðhald kirkjugarða
              —     boðberar og túlkandi leiðsögumenn

4

Tilskipun 75/369/EBE (5. gr.)

Eftirtalin farandstarfsemi:
a)     kaup og sala á vöru
    —    sem stunduð er af kaupmönnum á faraldsfæti, götusölum eða farandsölum (úr ISIC-flokki 612)
    —    á yfirbyggðum mörkuðum nema þegar um fastar starfsstöðvar er að ræða og á útimörkuðum
b)    starfsemi sem gildandi bráðabirgðaráðstafanir ná yfir þegar ljóst er að starfsemi sem flokkast undir farandviðskipti er undanskilin.

5

Tilskipun 82/470/EBE (2. mgr. 6. gr.)

(Starfsemi sem talin er upp í c- og e-lið A-hluta, b-lið B-hluta, C- og D-hluta 2. gr.)
Starfsemin nær einkum og sér í lagi til:
    leigu á járnbrautarvögnum til farþega- eða vöruflutninga;
    starfs milliliða í sölu, kaupum eða leigu skipa;
    skipulagningar, samningagerðar og frágangs samninga vegna flutninga þeirra sem flytjast á brott;
—    móttöku fyrir hönd þess, sem leggur vöruna inn, á öllum hlutum og vörum sem lagðar eru inn í vöruskemmur, pakkhús, húsgagnalager, í kæligeymslur, vörugeymslur (síló) o.s.frv., hvort sem tollskoða þarf vöruna eða ekki;
    útvegunar á kvittun fyrir móttöku til handa þeim aðila sem leggur vöruna inn;
—    útvegunar hólfa, fóðurs og sölusvæða vegna skammtímavistunar búpenings sem bíður sölu eða flutnings til eða frá markaði;
    skoðunar eða mats á tæknibúnaði vélknúinna ökutækja;
    mælingar, vigtunar og mats á vörum.

ANNAR HLUTI

Starfsemi, önnur en sú sem fellur undir I. hluta

1

Tilskipanir 63/261/EBE, 63/262/EBE, 65/1/EBE, 67/530/EBE, 67/531/EBE, 67/532/EBE, 68/192/EBE, 68/415/EBE og 71/18/EBE

ISIC- flokkunarkerfið

úr yfirflokki 01 Landbúnaður
Einkum:
a)    jarðyrkja, að meðtalinni akuryrkju og vínyrkju; ræktun ávaxta, hnetna, fræja, grænmetis, blóma, bæði úti við og undir gleri;
b)    búfjárrækt, alifuglarækt, kanínurækt, loðdýrarækt eða önnur kvikfjárrækt, býflugnarækt; framleiðsla á kjöti, mjólk, ull, húðum, skinnum og loðfeldum, eggjum, hunangi;
c)    þjónusta í landbúnaði, húsdýrahaldi og garðyrkju gegn greiðslu eða samkvæmt samningi.

2

Tilskipun 63/607/EBE

(Kvikmyndir)


3

Tilskipun 64/223/EBE

ISIC-flokkunarkerfið

úr flokki 611    Starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga sem stunda heildverslun (að undanskilinni heildverslun með lyf og lyfjavörur, eiturefni og lifandi smitefni og kol)

4

Tilskipun 64/428/EBE

NICE-flokkunarkerfið

    Flokkur
yfirflokkur 11     Námuvinnsla og framleiðsla fasts eldsneytis
    111     Námuvinnsla og framleiðsla kola
    112     Námuvinnsla og framleiðsla brúnkola
yfirflokkur 12     Nám málmjarðefnis
    121     Námuvinnsla járngrýtis
    122     Námuvinnsla járnlausra málmjarðefna og skyld starfsemi
yfirflokkur úr 13     úr 130Vinnsla jarðolíu og jarðgass (nema leit og borun)
yfirflokkur 14     140 Vinnsla byggingarefna og eldtrausts leirs
yfirflokkur 19     190 Vinnsla annarra steinefna og mós

5

Tilskipun 65/264/EBE

(kvikmyndaiðnaður)


6

Tilskipun 66/162/EBE

ISIC-flokkunarkerfið

deild 5     Raforka, gas, gufuafl, vatn og skolp og sorphirða

7

Tilskipun 67/43/EBE

ISIC-flokkunarkerfið

úr flokki 640     Fasteignaviðskipti (að undanskildum 6401)
flokkur 839    Viðskiptaþjónusta sem ekki er flokkuð annars staðar (að undanskilinni blaðamennsku, störfum tollvarða, ráðgjöf á sviði viðskipta, fjármála, verslunar, tölfræði og atvinnu- og ráðningarmála, innheimta)

8

Tilskipun 67/654/EBE

ISIC-flokkunarkerfið

yfirflokkur 02     Skógrækt og skógarhögg
    021     Skógrækt
    022     Skógarhögg

9

Tilskipanir 68/369/EBE and 70/451/EBE

ISIC-flokkunarkerfið

úr flokki 841     Framleiðsla, dreifing og sýning kvikmynda

10

Tilskipun 69/82/EBE

ISIC-flokkunarkerfið

úr yfirflokki 13
úr 130     Rannsóknir (leit og borun) á jarðolíu og jarðgasi

11

Tilskipun 70/522/EBE

ISIC-flokkunarkerfið

úr flokki 6112     Kol

VIÐAUKI B

NIÐURFELLDAR TILSKIPANIR

FYRSTI HLUTI: TILSKIPANIR UM AFNÁM HAFTA

63/261/EBE:    Tilskipun ráðsins frá 2. apríl 1963 sem setur ítarleg ákvæði um hvernig koma skuli á staðfesturétti í landbúnaði á yfirráðasvæði aðildarríkis að því er varðar ríkisborgara annarra landa bandalagsins sem starfað hafa sem launþegar í landbúnaði í því aðildarríki í tvö ár samfellt
63/262/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 2. apríl 1963 sem setur ítarleg ákvæði um hvernig koma skuli á staðfesturétti á bújörðum sem verið hafa í eyði eða órækt lengur en tvö ár
63/607/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 15. október 1963 um framkvæmd á ákvæðum hinnar almennu áætlunar um afnám hafta á rétti til að veita þjónustu að því er varðar kvikmyndaiðnaðinn
64/223/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 25. febrúar 1964 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti til að veita þjónustu vegna starfsemi á sviði heildsölu
64/224/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 25. febrúar 1964 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti til að veita þjónustu vegna starfsemi milliliða á sviði verslunar, iðnaðar og handverks
64/428/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 7. júlí 1964 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu á sviði námuvinnslu og grjótnáms (ISIC yfirflokkar 11 - 19)
64/429/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 7. júlí 1964 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu á sviði framleiðslu- og vinnsluiðnaðar er heyrir undir ISIC yfirflokka 23 - 40 (Iðnaður og handverk)
65/1/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 14. desember 1964 sem setur ítarleg ákvæði um hvernig koma skuli á rétti til að veita þjónustu í landbúnaði og garðyrkju
65/264/EBE:     Önnur tilskipun ráðsins frá 13. maí 1965 um framkvæmd á ákvæðum hinnar almennu áætlunar um afnám hafta á staðfesturétti og rétti til að veita þjónustu á sviði kvikmyndaiðnaðar
66/162/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 28. febrúar 1966 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu að því er varðar rafmagn, gas, vatn og skolp og sorphirðu (ISIC deild 5)
67/43/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 12. janúar 1967 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti til að veita þjónustu að því er varðar starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga innan: 1. „fasteignaviðskipta“ (nema 6401) (ISIC úr flokki 640) 2. „viðskiptaþjónustu sem ekki er flokkuð annars staðar“ (ISIC- flokkur 839)
67/530/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 25. júlí 1967 um rétt bænda sem eru ríkisborgarar annars aðildarríkis en þeir hafa staðfestu í til þess að flytjast af einni jörð á aðra
67/531/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 25. júlí 1967 um beitingu laga aðildarríkja að því er varðar leigu á jörðum til bænda sem eru ríkisborgarar annarra aðildarríkja
67/532/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 25. júlí 1967 um rétt bænda til aðildar að samvinnufélögum þegar þeir eru ríkisborgarar annars aðildarríkis en þeir hafa staðfestu í
67/654/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 24. október 1967 sem setur ítarleg ákvæði um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti til að veita þjónustu að því er varðar starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga í skógrækt og skógarhöggi
68/192/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 5. apríl 1968 um rétt bænda sem eru ríkisborgarar annars aðildarríkis en þeir hafa staðfestu í til ýmiss konar lána
68/363/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 15. október 1968 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu á sviði smásöluverslunar (ISIC úr flokki 612)
68/365/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 15. október 1968 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu á sviði matvæla- og drykkjarvöruframleiðslu (ISIC yfirflokkar 20 og 21)
68/367/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 15. október 1968 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu vegna starfsemi innan þjónustugeirans (ISIC úr yfirflokki 85);. 1. Veitingahús, kaffihús, ölstofur og aðrir veitingastaðir (ISIC-flokkur 852); 2. Hótel, gistiheimili, tjaldstæði og aðrir gististaðir (ISIC-flokkur 853)
68/369/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 15. október 1968 um hvernig koma skuli á staðfesturétti sjálfstætt starfandi einstaklinga að því er varðar starfsemi á sviði kvikmyndadreifingar
68/415/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 20. desember 1968 um rétt bænda sem eru ríkisborgarar annars aðildarríkis en þeir hafa staðfestu í til ýmiss konar aðstoðar
69/82/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 13. mars 1969 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu að því er varðar rannsóknir (leit og borun) á jarðolíu og jarðgasi (úr ISIC yfirflokki 13)
70/451/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 29. september 1970 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti til að veita þjónustu að því er varðar starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga á sviði kvikmyndaframleiðslu
70/522/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 30. nóvember 1970 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu á sviði heildsölu og umboðsverslunar með kol (ISIC úr flokki 6112)
71/18/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 16. desember 1970 sem setur ítarleg ákvæði um hvernig koma skuli á staðfesturétti sjálfstætt starfandi einstaklinga sem veita þjónustu í landbúnaði og garðyrkju

ANNAR HLUTI: TILSKIPANIR ÞAR SEM KVEÐIÐ ER Á UM BRÁÐABIRGÐARÁÐSTAFANIR

64/222/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 25. febrúar 1964 sem hefur að geyma ítarleg ákvæði um bráðabirgðaráðstafanir vegna starfsemi á sviði heildsölu og milliliða í verslun, iðnaði og handverki
64/427/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 7. júlí 1964 sem hefur að geyma ítarleg ákvæði um bráðabirgðaráðstafanir vegna starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga á sviði framleiðslu- og vinnsluiðnaðar sem fellur undir ISIC yfirflokka 23 - 40 (Iðnaður og handverk), eins og henni var breytt með tilskipun ráðsins 69/77/EBE frá 4. mars 1969
68/364/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 15. október 1968 sem hefur að geyma ítarleg ákvæði um bráðabirgðaráðstafanir vegna starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga á sviði smásöluverslunar (ISIC úr flokki 612)
68/366/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 15. október 1968 sem hefur að geyma ítarleg ákvæði um bráðabirgðaráðstafanir vegna starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga á sviði matvæla- og drykkjarvöruframleiðslu (ISIC yfirflokkar 20 og 21)
68/368/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 15. október 1968 sem hefur að geyma ítarleg ákvæði um bráðabirgðaráðstafanir vegna starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga í þjónustugeiranum (úr ISIC yfirflokki 85); 1. Veitingahús, kaffihús, ölstofur og aðrir veitingastaðir (ISIC-flokkur 852) 2. Hótel, gistiheimili, tjaldstæði og aðrir gististaðir (ISIC-flokkur 853)
70/523/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 30. nóvember 1970 sem hefur að geyma ítarleg ákvæði um bráðabirgðaráðstafanir vegna starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga á sviði heildsölu og umboðsverslunar með kol (ISIC úr flokki 6112)
75/368/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 16. júní 1975 um ráðstafanir til að auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt að því er varðar ýmsa starfsemi (úr ISIC deildum 1 til 85) og einkum bráðabirgðaráðstafanir með tilliti til þessarar starfsemi
75/369/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 16. júní 1975 um ráðstafanir til að auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt á sviði farandsölu og einkum bráðabirgðaráðstafanir er varða starfsemi af þessu tagi
82/470/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 29. júní 1982 um ráðstafanir til að auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt hvað varðar starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga í ákveðnum greinum sem tengjast flutningum og ferðaskrifstofum (ISIC-flokkur 718) og geymslu og vöruskemmum (ISIC-flokkur 720)
82/489/EBE:     Tilskipun ráðsins frá 19. júlí 1982 um ráðstafanir til að auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt í háriðn
Neðanmálsgrein: 1
(1) Hefur enn ekki verið birt.
Neðanmálsgrein: 2
(2) Stjtíð. EB L 210, 31.7.1999, bls. 77.
Neðanmálsgrein: 3
(***) Stjórnskipuleg skilyrði tilgreind.
Neðanmálsgrein: 4
(4) Stjtíð. EB C 115, 19.4.1996, bls. 16 og Stjtíð. EB C 264, 30.8.1997, bls. 5.
Neðanmálsgrein: 5
(5) Stjtíð. EB C 295, 7.10.1996, bls. 43.
Neðanmálsgrein: 6
(6) Álit Evrópuþingsins frá 20. febrúar 1997 (Stjtíð. EB C 85, 17.3.1997, bls. 114), sameiginleg afstaða ráðsins frá 29. júní 1998 (Stjtíð. EB C 262, 19.8.1998, bls. 12), ákvörðun Evrópuþingsins frá 8. október 1998 (Stjtíð. EB C 328, 26.10.1998, bls. 156). ákvörðun Evrópuþingsins frá 7. maí 1999 og ákvörðun ráðsins frá 11. maí 1999.
Neðanmálsgrein: 7
(7) Stjtíð. EB L 19, 24.1.1989, bls. 16.
Neðanmálsgrein: 8
(8) Stjtíð. EB L 209, 24.7.1992, bls. 25. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 97/38/EB (Stjtíð. EB L 184, 12.7.1997, bls. 31).
Neðanmálsgrein: 9
(9) Tilskipun ráðsins 77/452/EBE frá 27. júní 1977 um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt (Stjtíð. EB L 176, 15.7.1977, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 90/658/EB (Stjtíð. EB L 353, 17.12.1990, bls. 73).
Neðanmálsgrein: 10
(10) Stjtíð. EB 2, 15.1.1962, bls. 32/62.
Neðanmálsgrein: 11
(11) Stjtíð. EB 2, 15.1.1962, bls. 36/62.