Ferill 467. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 746  —  467. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um rekstrarleyfi veitinga- og gististaða.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvað líður endurskoðun rekstrarleyfa veitinga- og gististaða sem samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga nr. 67/1985 falla undir nýja flokka og var gert að afla sér tilskilinna rekstrarleyfa fyrir 1. janúar sl.?
     2.      Eru einhver dæmi þess að sveitarstjórnir hafi synjað umsóknum um slíka endurnýjun á grundvelli hinna nýju ákvæða í fyrrnefndum lögum?
     3.      Hversu margir staðir eru nú reknir á leyfum skv. i-lið 9. gr. laganna um næturklúbba, þ.e. veitingastaðir með reglubundna skemmtistarfsemi þar sem aðaláhersla er lögð á áfengisveitingar og sýningu á nektardansi í atvinnuskyni?
     4.      Hvaða staðir eru það og hvar á landinu eru þeir?


Skriflegt svar óskast.