Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 822  —  526. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á lögum um bókasafnsfræðinga, nr. 97/1984.

(Lagt fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000–2001.)1. gr.

    Í stað orðsins „bókasafnsfræðing“ í 1. gr. laganna kemur: bókasafns- og upplýsingafræðing.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      1. tölul. 1. mgr. orðast svo: þeim sem lokið hafa BA-prófi frá Háskóla Íslands með bókasafns- og upplýsingafræði sem aðalgrein er jafngildir a.m.k. 60 námseiningum.
     b.      Í stað orðsins „bókasafnsfræði“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: bókasafns- og upplýsingafræði.
     c.      4. tölul. 1. mgr. orðast svo: þeim sem tekið hafa lokapróf frá háskóla og framhaldsgráðu í bókasafns- og upplýsingafræði til viðbótar, þ.e. MA, MLS eða sambærilega háskólagráðu.
     d.      2. mgr. orðast svo:
             Áður en leyfi er veitt skv. 3. og 4. lið skal leita umsagnar Upplýsingar – félags bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og bókasafns- og upplýsingafræðiskorar við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

3. gr.

    Í stað orðsins „Bókasafnsfræðingi“ í 3. gr. laganna kemur: Bókasafns- og upplýsingafræðingi.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að lagaákvæði um lögbundið starfsheiti og námskröfur bókasafnsfræðinga verði löguð að þeim breytingum sem orðið hafa á námi og þar með starfssviði bókasafnsfræðinga. Heiti á námi bókasafnsfræðinga við Háskóla Íslands hefur verið breytt í bókasafns- og upplýsingafræði til samræmis við þróun upplýsingasamfélagsins og kröfur þess. Nám í bókasafns- og upplýsingafræði er nú sérskor innan félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Í frumvarpinu er enn fremur lagt til að námskröfur til þeirra sem sækja um leyfi til þess að bera starfsheitið bókasafns- og upplýsingafræðingur verði gerðar skýrari. Að öðru leyti þarfnast frumvarp þetta ekki skýringa.

Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum
um bókasafnsfræðinga, nr. 97/1984.

    Í frumvarpinu er lagt til að lögbundið starfsheiti og námskröfur bókasafnsfræðinga verði löguð að breytingum sem orðið hafa á námi og starfssviði bókasafnsfræðinga.
    Jafnframt er lagt til að breyting verði gerð á því til hverra skuli leitað eftir umsögnum um umsækjendur um leyfi til að nota starfsheiti bókasafns- og upplýsingfræðinga. Að mati fjármálaráðuneytisins hefur frumvarpið, verði það að lögum, ekki áhrif á útgjöld ríkisins.