Ferill 586. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 924  —  586. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um reynslulausn fanga.

Frá Lúðvík Bergvinssyni.



    Hvernig hefur ákvörðunum um reynslulausn fanga verið háttað undanfarin fimm ár? Hversu margir fangar hafa fengið reynslulausn eftir að hafa afplánað tvo þriðju hluta fangelsisrefsingar, hversu margir eftir að hafa afplánað helming fangelsisrefsingar, hversu margir hafa setið í fangelsi allan þann tíma sem dómstólar kváðu á um og hafa einhverjir setið skemur en helming refsivistarinnar í fangelsi eða lengur en tvo þriðju hluta dæmdrar refsivistar?


Skriflegt svar óskast.