Ferill 596. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 948  —  596. mál.




Fyrirspurn


til iðnaðarráðherra um háspennulínur í jörðu.

Frá Drífu Hjartardóttur.


     1.      Í hve miklum mæli hafa háspennulínur verið lagðar í jörð á vegum:
         a. Rariks,
         b. Landsvirkjunar?
     2.      Eru til áætlanir um lagningu háspennulína í jörð hjá:
         a. Rarik,
         b. Landsvirkjun?
     3.      Er kostnaður við að leggja háspennulínur í jörð annars vegar og loftlínur hins vegar sambærilegur?
     4.      Hver er kostnaður við jarðlínur á vegum:
             a. Rariks,
             b. Landsvirkjunar?
     5.      Hver er alþjóðleg þróun í flutningi raforku eftir jarð- og loftlínum?
     6.      Hvernig er orkutapi við flutning eftir jarðlínum annars vegar og loftlínum hins vegar háttað?


Skriflegt svar óskast.