Ferill 423. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 997  —  423. mál.
Svarsjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns A. Kristjánssonar um Fiskistofu.

     1.      Hverjar voru tekjur og gjöld Fiskistofu á árunum 1993–2000, sundurliðað eftir árum og helstu tekju- og gjaldaliðum stofunnar á verðlagi ársins 2000?
    Tekjur og gjöld Fiskistofu á árunum 1993–2000 birtast í eftirfarandi töflum. Töflurnar sýna tekjur og gjöld á meðalverðlagi ársins 2000.

Tekjur og gjöld Fiskistofu á árunum 1993–2000.

Gjöld ársins 1993 Tekjur ársins 1993
Neysluv.vísit. meðaltal 167,8 Neysluv.vísit. meðaltal 167,8
Laun 153.656 Framlag ríkisins 191.269
Ferðir og fundir 35.723 Veiðieftirlitsgjöld 87.865
Almennar rekstrarvörur 11.882 Vinnsluleyfi 1.927
Aðkeypt þjónusta 62.847 Kostn. v. eftirlits um borð í skipum -
Húsnæði 12.850 Kostn. v. landamæraeftirlits -
Bifreiðar og vélar 6.722 Útflutningsvottorð -
Vextir, bætur, skattar 4 Flutningur aflahlutdeilda -
Eignakaup 11.781 Gagnabanki 57
Tilfærslur 6 Ýmsar tekjur 2.175
Samtals 295.470 Samtals 283.293
Gjöld ársins 1994 Tekjur ársins 1994
Neysluv.vísit. meðaltal 170,3 Neysluv.vísit. meðaltal 170,3
Laun 153.662 Framlag ríkisins 164.144
Ferðir og fundir 29.721 Veiðieftirlitsgjöld 100.634
Almennar rekstrarvörur 7.164 Vinnsluleyfi 2.122
Aðkeypt þjónusta 59.120 Kostn. v. eftirlits um borð í skipum 3.659
Húsnæði 15.788 Kostn. v. landamæraeftirlits -
Bifreiðar og vélar 6.725 Útflutningsvottorð 3.712
Vextir, bætur, skattar 71 Flutningur aflahlutdeilda 476
Eignakaup 13.589 Gagnabanki 912
Samtals 285.840 Ýmsar tekjur 3.692
Samtals 279.351
Gjöld ársins 1995 Tekjur ársins 1995
Neysluv.vísit. meðaltal 173,2 Neysluv.vísit. meðaltal 173,2
Laun 152.469 Framlag ríkisins 126.104
Ferðir og fundir 28.480 Veiðieftirlitsgjöld 109.105
Almennar rekstrarvörur 7.478 Vinnsluleyfi 4.059
Aðkeypt þjónusta 19.238 Kostn. v. eftirlits um borð í skipum 7.539
Húsnæði 12.263 Útflutningsvottorð 9.476
Bifreiðar og vélar 5.757 Flutningur aflahlutdeilda 1.055
Vextir, bætur, skattar 4.584 Gagnabanki 1.408
Eignakaup 11.967 Ýmsar tekjur 886
Samtals 242.235 Samtals 259.632
Gjöld ársins 1996 Tekjur ársins 1996
Neysluv.vísit. meðaltal 177,1 Neysluv.vísit. meðaltal 177,1
Laun 259.270 Framlag ríkisins 202.922
Ferðir og fundir 46.763 Veiðieftirlitsgjöld 121.432
Almennar rekstrarvörur 10.724 Vinnsluleyfi 3.108
Aðkeypt þjónusta 41.823 Kostn. v. eftirlits um borð í skipum 55.631
Húsnæði 12.182 Útflutningsvottorð 10.260
Bifreiðar og vélar 7.816 Flutningur aflahlutdeilda 655
Vextir, bætur, skattar 2 Gagnabanki 1.491
Eignakaup 16.402 Ýmsar tekjur 459
Tilfærslur 112 Samtals 395.958
Samtals 395.095
Gjöld ársins 1997 Tekjur ársins 1997
Neysluv.vísit. meðaltal 180,3 Neysluv.vísit. meðaltal 180,3
Laun 224.813 Framlag ríkisins 196.450
Ferðir og fundir 38.748 Veiðieftirlitsgjöld 149.932
Almennar rekstrarvörur 11.629 Vinnsluleyfi 1.353
Aðkeypt þjónusta 37.075 Kostn. v. eftirlits um borð í skipum 29.590
Húsnæði 10.943 Útflutningsvottorð 10.059
Bifreiðar og vélar 7.850 Flutningur aflahlutdeilda 1.072
Vextir, bætur, skattar 3 Gagnabanki 1.262
Eignakaup 17.675 Endurgr. kostn. v. Þróunarsjóðs 3.337
Tilfærslur 110 Ýmsar tekjur 1.278
Samtals 348.847 Styrkur/sjávarútvegsráðuneyti 4.617
Samtals 398.950
Gjöld ársins 1998 Tekjur ársins 1998
Neysluv.vísit. meðaltal 183,3 Neysluv.vísit. meðaltal 183,3
Laun 251.239 Framlag ríkisins 187.912
Ferðir og fundir 34.650 Veiðieftirlitsgjöld 131.626
Almennar rekstrarvörur 11.152 Vinnsluleyfi 12.067
Aðkeypt þjónusta 43.560 Kostn. v. eftirlits um borð í skipum 25.882
Húsnæði 12.320 Útflutningsvottorð 9.173
Bifreiðar og vélar 6.347 Flutningur aflahlutdeilda 1.105
Vextir, bætur, skattar 143 Ráðgjafarþjónusta 3.797
Eignakaup 18.269 Gagnabanki 850
Samtals 377.679 Endurgr. kostn. v. Þróunarsjóðs 6.209
Ýmsar tekjur 1.995
Samtals 380.618
Gjöld ársins 1999 Tekjur ársins 1999
Neysluv.vísit. meðaltal 189,6 Neysluv.vísit. meðaltal 189,6
Laun 284.039 Framlag ríkisins 189.090
Ferðir og fundir 38.716 Veiðieftirlitsgjöld 160.748
Almennar rekstrarvörur 10.721 Vinnsluleyfi 3.754
Aðkeypt þjónusta 52.656 Kostn. v. eftirlits um borð í skipum 34.132
Húsnæði 26.046 Útflutningsvottorð 7.512
Bifreiðar og vélar 7.024 Flutningur aflahlutdeilda 686
Vextir, bætur, skattar 172 Gagnabanki 855
Eignakaup 17.644 Endurgr. kostn. v. Þróunarsjóðs 4.693
Samtals 437.018 Ráðgjafarþjónusta 869
Ýmsar tekjur 914
Samtals 403.251
Gjöld ársins 2000 Tekjur ársins 2000
Neysluv.vísit. meðaltal 199,1 Neysluv.vísit. meðaltal 199,1
Laun 298.853 Framlag ríkisins 191.800
Ferðir og fundir 43.253 Veiðieftirlitsgjöld 215.670
Almennar rekstrarvörur 10.755 Vinnsluleyfi 3.395
Aðkeypt þjónusta 56.343 Kostn. v. eftirlits um borð í skipum 34.613
Húsnæði 20.576 Kostn. v. landamæraeftirlits 10.179
Bifreiðar og vélar 7.623 Útflutningsvottorð 5.471
Vextir, bætur, skattar 3.354 Flutningur aflahlutdeilda 1.154
Eignakaup 19.364 Gagnabanki 775
Samtals 460.121 Ráðgjafarþjónusta 3.024
Endurgr. kostnaður v. Þróunarsjóðs 5.358
Ýmsar tekjur 3.167
Samtals 474.606
     2.      Hver var fjöldi stöðugilda og starfsmanna hjá Fiskistofu á árunum 1993–2000, sundurliðað eftir árum og helstu starfsheitum, svo sem stjórnendum, veiðieftirlitsmönnum og öðrum eftirlitsmönnum?
    Eftirfarandi tafla sýnir skiptingu fastráðinna starfsmanna Fiskistofu í lok hvers árs 1993 –2000 ásamt samanlögðum fjölda ársverka. Mismunur á heildarstarfsmannafjölda og ársverkum skýrist af lausráðnum starfsmönnum við eftirlit á Flæmingjagrunni frá 1996 og á skipum Evrópusambandsins frá 1999, ræstingum, afleysingum í barnsburðarleyfum, sumarafleysingum og því að fastráðnir starfsmenn geta verið í hlutastörfum.

Fjöldi fastráðinna starfsmanna Fiskistofu í lok hvers árs 1993–2000.     

1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
Stjórnendur 7 7 7 7 7 7 9 9
Skrifstofufólk 23 22 22 25 25 28 30 32
Tölvufólk 8 9 9 10 9 9 9 10
Veiðieftirlitsmenn 20 19 19 18 18 21 24 28
Aðrir eftirlitsmenn 1 3 3 6 6 3 3 5
59 60 60 66 65 68 75 84
Ársverk 61,6 61,9 59,3 85,5 75,8 75,3 83,2 87,7


     3.      Hver er fjöldi kærumála sem Fiskistofa beitti sér fyrir á árunum 1993–2000, sundurliðað eftir árum og efni kærumála? Einnig er óskað eftir upplýsingum um fjölda mála sem leitt hafa til viðurlaga.
    Hér á eftir fer yfirlit yfir fjölda kæra, dóma og veiðileyfissviptinga á árunum 1993 2000, sundurliðað eftir efni og árum. Tekið skal fram að fyrir gildistöku laga nr. 57/1996 voru veiðileyfissviptingar á hendi sjávarútvegsráðuneytisins. Í töflu um viðurlagaákvarðanir Fiskistofu er fiskveiðibrotum skipt í tvo hluta og helgast það af því að veiðileyfasviptingar vegna veiða umfram aflamark byggjast á 14. gr. laga nr. 57/1996 en önnur fiskveiðilagabrot á 15. gr. sömu laga.

Fjöldi kærumála hjá Fiskistofu sem leitt hefur til viðurlaga á árunum 1993–2000.

    Dómar fyrir brot á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, og/eða lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, eða reglugerðum settum með stoð í framangreindum lögum:

Dómstóll

Fjöldi mála

Þar af
sýknudómar

Héraðsdómur Vestfjarða 5 1
Héraðsdómur Reykjaness 20 2
Héraðsdómur Suðurlands 6 1
Héraðsdómur Austurlands 1 0
Héraðsdómur Norðurlands eystra 4 0
Héraðsdómur Norðurlands vestra 3 1
Héraðsdómur Vesturlands 2 0
Héraðsdómur Reykjavíkur 2 0
         Samtals 43 5

     Viðurlagaákvarðanir Fiskistofu 1994–2000.

Fjöldi veiðileyfasviptinga
Ár vegna veiða umfram aflaheimildir* vegna annarra fiskveiðilagabrota**
1994 67 1
1995 45 6
1996 54 7
1997 39 9
1998 35 22
1999 41 24
2000 52 50
* Sviptingar á grundvelli 14. gr. laga nr. 57/1996.
** Sviptingar á grundvelli 15. gr. laga nr. 57/1996.


Mál sem Fiskistofa kærði til lögreglu á árunum 1993–2000.

1993 – Tvö mál kærð:
    1 kæra vegna of margra neta í sjó.
    1 kæra vegna löndunar fram hjá vigt.

1994 – Ellefu mál kærð:
    5 kærur vegna veiða skipa sem svipt höfðu verið veiðileyfi.
    2 kærur vegna falsana á vigtarnótum.
    2 kærur vegna þess að þorskur var falinn undir ufsa við vigtun á hafnarvog.
    1 kæra vegna löndunar fram hjá vigt.
    1 kæra vegna flutnings á óvigtaðri rækju úr landi.

1995 – Þrjátíu og níu mál kærð:
    7    kærur vegna löndunar fram hjá vigt.
    1 kæra vegna neta sem skilin voru eftir í sjó.
    19 kærur vegna veiða krókabáta á banndegi.
    1 kæra vegna þess að þorskur var falinn undir ufsa við vigtun á hafnarvog.
    1 kæra vegna þess að keila var við útflutning til Frakklands tilgreind sem steinbítur.
    7 kærur vegna brottkasts á afla.
    1 kæra vegna þess að frádæmd rækja var flutt úr landi til manneldis.
    1 kæra vegna flutnings á afla milli báta úti á sjó.
    1 kæra vegna skráningar afla á rangan bát við löndun.

1996 – Þrettán mál kærð:
    2    kærur vegna neitunar útgerða við því að taka eftirlitsmann frá Fiskistofu með á veiðar á Flæmingjagrunni.
    5 kærur vegna löndunar fram hjá vigt.
    2 kærur vegna brottkasts á afla.
    1 kæra vegna þess að slægður þorskur var sagður óslægður við löndun.
    1 kæra vegna rangrar tilgreiningar á tegundum sem fluttar voru út með gámum.
    1 kæra vegna flutnings á afla milli báta úti á sjó.
    1 kæra vegna tveggja veiðiferða á einum sóknardegi.

1997 – Fimm mál kærð:
    2 kærur vegna þess að þorskur var sagður ufsi við vigtun á hafnarvog.
    3 kærur vegna löndunar fram hjá vigt.

1998 – Sex mál kærð:
    1 kæra vegna löndunar fram hjá vigt.
    3 kærur vegna rangrar tilgreiningar á afla við vigtun á hafnarvog.
    1 kæra vegna saltfisksvinnslu án vinnsluleyfis.
    1 kæra fyrir veiðar án veiðileyfis.

1999 – Fjórtán mál kærð:
    1 kæra vegna veiða án aflaheimilda.
    2 kærur vegna brota á reglum um fullvinnslu sjávarafla um borð í skipum.
    3 kærur vegna brota á reglum um meðferð, vinnslu og dreifingu á sjávarafla.
    2 kærur vegna rangrar tilgreiningar á afla við vigtun á hafnarvog.
    6 kærur vegna löndunar fram hjá vigt.

2000 – Nítján mál kærð:
    1 kæra vegna verkunar, vinnslu og útflutnings á óvigtuðum afla og fleira.
    14 kærur vegna brottkasts.
    1 kæra vegna flutnings á afla milli báta úti á sjó.
    1 kæra vegna veiða erlends skips utan afmarkaðs veiðisvæðis.
    1 kæra vegna veiða án aflaheimilda.
    1 kæra vegna löndunar fram hjá vigt.

    Á árunum 1993–2001 hafa samtals verið kærð af Fiskistofu 109 mál.