Ferill 662. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1040  —  662. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um rannsóknaraðstöðu í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Frá Þuríði Backman.


     1.      Telur ráðherra að aðstaða fyrir rannsóknir á veirusjúkdómum, riðu og erfðabreyttum örverum samkvæmt P-2 staðli sé fullnægjandi í Tilraunastöðinni að Keldum?
     2.      Telur ráðherra að núverandi aðstaða á Keldum sé viðunandi ef grunur vaknar hér á landi um gin- og klaufaveikismit eða annan sambærilegan bráðsmitandi sjúkdóm í dýrum?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir bættu öryggi við rannsóknir á smitandi efni úr búfé og öðrum sýnum sem Tilraunastöðinni að Keldum er falið að sinna með því að koma upp aðstöðu samkvæmt P-3 staðli?
     4.      Mun ráðherra beita sér fyrir byggingu nýs húss fyrir þessar sérhæfðu rannsóknir á smitefnum?


Skriflegt svar óskast.



















Prentað upp.